Rýmingaráætlun -viðbrögð við vá

Neyðarlína: 112
Lögregla í Grafarvogi : 444 1180
Slökkvilið: 528 3000

Kynning á glærum

Rýmingaráætlun

MARKMIРrýmingaræfingar er að þjálfa nemendur og starfsfólk skólans í að bregðast rétt við vá af völdum bruna, jarðskjálfta og annarra atburða sem krefjast þess að skólahúsið sé rýmt með skipulögðum hætti á stuttum tíma.Umsjónarkennarar kynni sínum nemendum glærusýningu (pp. sýningu) á sameign (á netþjóni) undir nafninu Rýmingaráætlun. Einnig er kynningin á heimasíðu skólans.

Helstu þætti rýmingaráætlunar:
• Bruni eða önnur vá:
• Innandyra - kennslustund
• Frímínútur og eyður í stundaskrá
• Jarðskjálfti:
• Innandyra – kennslustund
• Frímínútur og eyður í stundaskrá

Áríðandi:  Stjórnstöð gefur riturum/stjórnendum boð um hvar brunaboði fer af stað. Upptök eru könnuð eins hratt og mögulegt er. Bjalla er stöðvuð á meðan - ef um hættu er að ræða er bjallan gangsett að nýju. Þá ber að rýma skólahúsið.

SKÝRT: Á raunverulegri hættustund fara nemendur aðeins í útiskó ef kennari telur tíma til þess en halda á eða sleppa yfirhöfnum.

Rýmingaræfingar skulu haldnar árlega að hausti.

Prenta |