Jafningjafræðsla – nemendur í umhverfis- og heilsuráði
Nú hafa fulltrúar nemenda í umhverfis- og heilsuráði farið inn í alla bekki á yngsta- og miðstigi með fræðslu um Grænfánann, Heilsueflandi skóla og „bros í bekki“. Fulltrúarnir skipuleggja sjálfir heimsóknina. Bekkirnir geta unnið sér inn ellefu „bros“ : flokkunar-, rafhlöðu-, orku- ,margnota-, hollustu-, snaga-, bekkjarsáttmála- , göngu- , endurskins- , snaga – og verkefnabros. Til þess að hljóta „bros“ þarf bekkurinn að uppfylla ákveðin skilyrði sem flest miða að umhyggju fyrir náttúru, umhverfi, sjálfum sér og öðrum.