Þann 6. júní 2018 var haldinn íþróttadagur miðstigs. Dagurinn einkenndist af mikilli gleði og kæti í krökkum, kennurum og starfsfólki. Keppt var í mörgum hóp- og einstaklingsgreinum svo sem knattspyrnu, brennibolta, kaðlaklifri, sundi og armbeygjum svo eitthvað sé nefnt. Að lokum var það 7. MS sem bara sigur úr býtum.

Óskum við öllum krökkum og kennurum til hamingju með vel heppnaðan dag.