Undanfarnar vikur hefur 5. bekkur unnið ötullega saman að þemaverkefni í landafræði. Um er að ræða Íslandskort þar sem helstu örnefni landsins eru merkt inn á. Nemendur völdu sér síðan sögustaði og friðlýst svæði fyrir hvern landshluta, teiknuðu myndir og og öfluðu sér upplýsinga úr bókum og af netinu. Þá fengu landvættirnir sína umfjöllun. Óhætt er að segja að börnin hafi haft gagn og gaman af þessari vinnu og í leiðinni eflt samstarf og félagsfærni. Verkefnið er komið upp á vegg á miðrýminu og við hvetjum aðstandendur sem eiga leið um til að koma og skoða afraksturinn af vinnu þeirra