Nemendur í 7. HR hafa verið að vinna að verkefni í íslensku og umhverfismennt. Verkefnið var hluti að undirbúningi fyrir upplestrarkeppnina og því unnið með framsögn. Nemendur fundu sér blaðagreinar heima sem þeir lásu upp fyrir bekkinn. Þeir þurftu að byrja upplesturinn á því að segja hvaðan blaðagreinin væri komin, vitna í heimild, vanda upplestur og í lokin að nefna lykilorð greinarinnar. Kennari gaf hverjum nemanda uppbyggilegt leiðsagnarmat. Í kjölfarið unnu nemendur með blaðagrein sem fjallaði um mengun á Delhi á Indlandi sem telst einn mengaðasti staður í heimi. Efnisgreinar voru teknar út úr greininni sem nemendur skráðu og sumir myndtúlkuðu. Sameiginlega fann bekkurinn lykilorðið í greininni sem var mengun. Í lok verkefnisins voru umræður m.a. um að mög börn alast upp í menguðu umhverfi sem ógnar heilsu þeirra. Nemendur komu með hugmyndir að því hvernig mætti draga úr þessari mengun (lausnir á umhverfisvanda. (Einar Falur Ingólfsson. (2017, 10. desember). Daunill mengun í Delhi. Morgunblaðið.)