Comeniusarsamstarf

chant logoHaustið 2013 hófu nokkrir kennarar innan skólans samstarf við sex skóla í jafn mörgum Evrópulöndum.  Samstarfslöndin eru Finnland, N-Írland, Spánn, Pólland, Austurríki og Tyrkland. 

Heiti verkefnisins er HEALTH, CULTURE AND NEW TECHNOLOGIES  skammstafað CHaNT.

Tilgangur verkefnisins er að kynna fyrir nemendum menningu og heilsusamlegt líferni.  Nemendur vinna verkefni þessu tengt og nota nýjustu tölvutækni til að koma því á framfæri við nemendur í hinum löndunum.  Stofnuð hefur verið vefsíða fyrir verkefnið og er slóð hennar HÉR

IMG 0214Tveir kennarar frá Foldaskóla fóru á samráðsfund til Finnlands í febrúar.  Þar var kosið um lukkudýr og Logó fyrir verkefni.  4. SJ og nemendu í 6. bekk í námsveri höfðu hannað og útbúið lukkudýr og teiknað Lógó í tölvum.  Lógó verkefnisins sem varð fyrir valinu var kolkrabbi með fánum allra landanna sem pólskir nemendur höfðu útbúið.  Lukkudýrið sem varð hlutskarpast var kanína frá Finnlandi með gulrót í annarri hönd en ipad í hinni.  Þess má geta að hún háði harða keppni við íslensku músina sem var okkar framlag.

4. SF hefur verið mjög öflugur í þessari vinnu og höfðu þau Skype-fund við skóla í Póllandi í maí.  Þau kynntu sig hvert og eitt á ensku og sögðu frá helstu áhugamálum sínum, sungu Krummavísu og Enga fordóma á íslensku og ensku fyrir pólverjana.  Pólsku krakkarnir kynntu sig líka og sungu fyrir okkur.  Að síðustu sýndu þau okkur föndur sem þau höfðu verið að búa til fyrir mæðradaginn.  Hér eru myndir frá fundinum.

Á fundinum voru líka 4 nemendur úr 6. bekk sem eru að fara til Póllands ásamt tveimur kennurum.  Þau verða 3 daga í borginni Bydgoszcz og kynnast þar jafnöldrum sínum og skólastarfinu.

Í þessu samstarfi hafa 7. bekkir einnig sett saman fréttabréf á ensku og má sjá þau hér:

Fréttablað 7. ÍA

Fréttablað 7. JA

Prenta |