Olweus

IMG 0359Olweusaráætlun gegn einelti og andfélagslegri hegðun

Foldaskóli var þátttakandi í Olweusarverkefninu gegn einelti, sem er samstarfsverkefni menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og Heimilis og skóla, til ársins 2013.

Áætlunin byggir á viðamiklum kenningum og áralöngum rannsóknum Dan Olweusar sem er prófessor og sálfræðingur við háskólann í Bergen.

Olweusaráætlunin miðar að því að skapa jákvætt skólaumhverfi og góðan skólabrag sem m.a. einkennist af:

  • hlýlegum, jákvæðum áhuga og alúð hinna fullorðnu
  • ákveðnum römmum vegna óviðunandi atferlis
  • ákveðnum viðurlögum við óviðunandi atferli. Stefnuföst beiting neikvæðra afleiðinga (viðurlaga) sem hvorki eru líkamlegar né óvinveittar, brjóti nemandi gegn þeim reglum sem ákveðnar hafa verið
  • því að hinir fullorðnu í skóla og á heimili komi fram af myndugleik

Helstu markmið áætlunarinnar eru að draga úr einelti og annarri andfélagslegri hegðun ásamt því að vekja alla í skólasamfélaginu til vitundar um hvað felst í hugtakinu einelti og sameinast um að hafna því. Til að mögulegt sé að veita viðeigandi fræðslu og eftirfylgni eru ýmsar leiðir farnar, þar á meðal:

  • allir starfsmenn skólans taka þátt í umræðuhópum sem hafa það að markmiði að fræða starfsfólk um hvað felst í einelti og undirbúa það undir að vinna að markvissum aðgerðum gegn því
  • nemendur fá fræðslu um hvað felst í hugtakinu einelti, eðli þess og birtingarform ásamt því að rætt er um afleiðingar eineltis fyrir gerendur, þolendur og aðra í skólasamfélaginu
  • lögð er áhersla á að eftirlitskerfi innan skólans sé virkt, að nemendur treysti sér að leita til fullorðinna innan skólans og að foreldrar hafi samband ef grunur leikur á að einelti eigi sér stað
  • lögð er áhersla á að nemendur skólans séu meðvitaðir um reglur skólans gegn einelti og að þeir virði þær í orði og verki
  • bekkjarfundir eru haldnir reglulega með það að markmiði að styrkja bekkjarbraginn og efla samkennd meðal bekkjarfélaga.

 IMG 0363Þegar eineltismál koma upp er brugðist við þeim samkvæmt eineltisáætlun Foldaskóla

Helstu markmið Olweusaráætlunarinnar eru að draga úr tækifærum til eineltis og skapa þannig andrúmsloft að einelti borgi sig ekki. Áætlunin byggist á fremur fáum meginreglum sem hafa verið staðfestar með vísindalegum rannsóknum að skili árangri gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Áætlunin miðar að því að endurbæta félagslegt umhverfi í skólanum og að skapa skólaumhverfi (og helst líka umhverfi heima fyrir) sem einkennist af:

- jákvæðum áhuga og alúð hinna fullorðnu

- ákveðnum römmum vegna óviðunandi hegðunar

- stefnufastri beitingu neikvæðra afleiðinga (viðurlaga) sem hvorki eru líkamlegar né óvinveittar, brjóti nemandi gegn þeim reglum sem ákveðnar hafa verið

- ákveðni og myndugleika hinna fullorðnu sem virka sem yfirboðarar við vissar aðstæður.

*Við vitum að þeir sem eru lagðir í einelti finna fyrir kvíða, þunglyndi og hafa neikvæða sjálfsímynd af þeim völdum. Þetta eru langtímaáhrif, einstaklingar sem voru lagðir í einelti í grunnskóla glíma enn við lítið sjálfstraust sem ungt fólk.

Heimasíða Olweus á Íslandi

Prenta |