Nýsköpun

Nýsköpun í Foldaskóla

Upphaf nýsköpunar í Foldaskóla má rekja til námskeiða sem haldin voru á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur (ÍTR) 1992.
Árin 1993-1998 var Foldaskóli móðurskóli í nýsköpun.
Frá 1993 til 1996 sömdu tveir kennarar Foldaskóla námsefni í nýsköpun fyrir 4. til 7. bekk. Þetta námsefni hefur verið tilraunakennt í skólanum og endurskoðað út frá því.
Nýsköpun er kennd í 4. 5. og 6. bekk tveir tímar í stundarskrá ýmist fyrir eða eftir áramót.
4. og 5. bekkur vinna mest að líkanagerð og teikningu sinna hugmynda.
6. bekkur er með árlegan sölumarkað í verslunarmiðstöðinni hérna við hlið skólans.
Ágóði markaðarins er gefinn til góðgerða.
Hugmyndafræði nýsköpunarinnar er „maðurinn er skapari síns eigin heims".
Unnið er með þarfir og fundin lausn á þeim.
Kennsluefni er:
• Nýsköpun og náttúruvísindi fyrir 4. 5. og 6. bekk.
• Nýsköpunarmennt – komdu með í uppfinningaferð.
• Tíra – skapandi hugsun, hagnýt nálgun.

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

 

Prenta |