Heilsueflandi skóli

ithrottirvor15Foldaskóli hóf þátttöku í verkefninu Heilsueflandi grunnskólar skólaárið 2011 – 2012. Hugmyndafræði verkefnisins er að:

- stuðla að vellíðan og auknum árangri allra í skólasamfélaginu
- tileinka sér jákvæðan og heilbrigðan lífsstíl.

Verkefnið fellur vel að umhverfisstefnu skólans, sem er á vegum Landverndar, og má segja að Umhverfisstefnan og Heilsueflandi skóli taki nú saman skref í átt til sjálfbærni.

Skólaárið 2011 – 2012 Innleiðing verkefnis.
Skólaárið 2012 - 2013 Hreyfing/Öryggi og starfsfólk.
Skólaárið 2013 – 2014 Haldið áfram með áherslur verkefnisins: Nemendur, v.sameiningar grunnskóla.
Skólaárið 2014 – 2015 Nemendur


IMG2994Til hvers heilsuefling í skólanum okkar?
Heilsufar og menntun eru nátengd. Heilsa nemenda ræður miklu um skólasókn og hvernig þeim gengur í náminu. Skólinn er kjörinn vettvangur til að hvetja til heilsueflingar og heilbrigðra lifnaðarhátta meðal barna á skólaaldri. Nær öll börn og unglingar á aldrinum 6 – 16 ára verja verulegum hluta dagsins í skólanum. Á þessu æviskeiði læra þau um holla lífshætti, öðlast margvíslega þekkingu og temja sér hátterni sem hefur áhrif á heilsu þeirra síðar á ævinni.

Stýrihópur er í samvinnu við umhverfisteymi skólans. Í stýrihópnum eru nemendur, kennarar og starfsfólk.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef Lýðheilsustöðvar og á facebook síðu undir Heilsueflandi grunnskóli

 

Prenta |