Grænfánahátíð


IMG 0625Foldaskóli tók við Grænfánanum í fjórða sinn miðvikudaginn 5. júní 2013. Af því tilefni var stutt dagskrá við skólann. Skólahljómsveit Grafarvogs voru með tónlistaratriði og fulltrúar nemenda í umhverfisráði tóku við Grænfánanum og báru hann að fánastönginni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson fulltrúi Landverndar afhenti Grænfánann og óskaði öllum í Foldaskóla til hamingju með að vera í fararbroddi í umhverfismálum. Nemendur stóðu sig vel og voru sjálfum sér og skólanum til sóma.
    -  10.12.2010  

Prenta |