Heilsugæsla

Heilsugæsla

Skólahjúkrunarfræðingur er Steinunn Erla Eðvaldsdóttir
Viðvera hennar í skólanum:
Mánudögum kl 8-15
Þriðjudögum kl 8-15
Miðvikudögum kl 8-15
Fimmtudögum kl 8-15
Föstudögum kl 8-12
Viðvera getur breyst öðru hvoru.
Utan þess tíma er alltaf hægt að leggja inn skilaboð hjá ritara skólans eða á heilsugæslunni.

IMG 1727xHjúkrunarfræðingar og læknar Heilsugæslustöðvar Grafarvogs annast heilsugæslu í Foldaskóla. Markmið heilsugæslu í skólum er að stuðla að því að börn fái að þroskast við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Gott samstarf foreldra/forráðamanna og starfsfólks heilsugæslunnar er því afar mikilvægt. Ef barn þarf sérstaka umönnun eða eftirlit er forráðamönnum bent á að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing. Starf skólahjúkrunarfræðinga byggist á fræðslu og ráðgjöf sem stuðlar að heilbrigðum lífsháttum. Hjúkrunarfræðingur vinnur í samvinnu við skólastjórnendur, kennara, skólasálfræðing og aðra sem sinna skólabörnum. Skólahjúkrunarfræðingar eru bundin þagnarskyldu.
Skólaheilsugæsla tekur við af ungbarnaeftirliti. Heilbrigðisskoðun fer fram samkvæmt tillögum frá landlæknisembættinu.

Lyf. Samkvæmt tilmælum frá landlækni þarf að tilkynna skólahjúkrunarfræðingi ef barn notar lyf að staðaldri til að tryggja öryggi við lyfjagjafir á skólatíma. Vakin er athygli á því að óheimilt er að senda börn með lyf í skólann.
Slys. Verði barn fyrir slysi í skólanum veitir hjúkrunarfræðingur eða starfsfólk skólans fyrstu hjálp. Ef á þarf að halda veitir Heilsugæslan í Grafarvogi umbeðna aðstoð. Æskilegt er að foreldrar fari sjálfir með barnið.
Fræðsla. Hjúkrunarfræðingur sinnir heilbrigðisfræðslu í samvinnu við kennara.

Á vefnum Heilsuvera.is er yfirlit yfir áherslur í starfseminni ásamt vísun í leiðbeiningar embættis landlæknis um heilsuvernd grunnskólabarna.

Prenta |