Áfallateymi

IMG 1720xxVið Foldaskóla er starfandi áfallateymi. Þar sitja eftirtaldir aðilar: skólastjóri, hjúkrunarfræðingur, ráðgjafi, sálfræðingur, fulltrúi kennara, skólaritari. Auk þess er kallaður til sá sem næstur stendur málinu hverju sinni. Hlutverk þess er að undirbúa viðbrögð við áföllum sem tengjast nemendum svo sem dauðsföllum í fjölskyldu, alvarlegum veikindum, sjálfsvígshótunum, slysum á skólatíma og afleiðingum náttúruhamfara. Áfallateymið sér einnig um:

  • upplýsingaflæði til allra innan skólans sem tengjast nemandanum
  • stuðning við kennara
  • að fylgjast með að nemandinn fái allan þann stuðning sem mögulegt er að veita innan skólans, eins lengi og hann þarfnast
  • aðgengilegt fræðsluefni fyrir kennara og starfsmenn um viðbrögð við áföllum og alvarlegum veikindum
  • bókalista fyrir nemendur og kennara yfir barnabækur þar sem sorgin er meðhöndluð
  • að sækja ýmis námskeið og fyrirlestra sem gætu nýst starfi teymisins.

Prenta |