Skip to content
Slys, tjón og bætur

Því miður gerist það af og til að nemendur meiða sig í skólanum. Stundum er um svo alvarleg meiðsli að ræða að leita verður læknis. Af hálfu Menntasviðs Reykjavíkur gilda sérstakar reglur um greiðslu kostnaðar af þessu tagi.

Menntasvið greiðir reikninga vegna komu nemenda á slysadeild vegna meiðsla sem orðið hafa í skóla eða á skólalóð á skólatíma og í ferðum/ferðalögum á vegum skóla. Aðeins er um tvær fyrstu komur að ræða. Reikningar vegna stoðtækja eru ekki greiddir. Kostnaður vegna flutnings nemenda milli skóla og slysadeildar er greiddur. Tjón á eigum nemenda, s.s. fatnaði, gleraugum o.þ.h. er ekki bætt nema það verði rakið til mistaka eða sakar starfsmanna Reykjavíkurborgar sem við skólann starfa, eða vegna vanbúnaðar skólahúsnæðisins. Tannviðgerðir á nemendum tilkomnar vegna slysa í skóla eða á skólalóð á skólatíma eru endurgreiddar foreldrum að hluta af Tryggingastofnun ríkisins. Það sem eftir er greiðir borgarsjóður, þó ekki hærri upphæð en kr. 100.000,00 vegna einstaks slyss. Menntasviði er heimilt að semja um að kostnaðarþátttaka Reykjavíkurborgar vegna tannviðgerða, sem eru afleiðing slyss í grunnskóla, gildi í allt að 3 ár eftir að grunnskóla lýkur. Slíkan samning skal gera eigi síðar en 6 mánuðum eftir slys.

Meira um reglurnar:

R E G L U R UM ENDURGREIÐSLU KOSTNAÐAR VEGNA SLYSA OG TJÓNA ER BÖRN VERÐA FYRIR Í SKIPULÖGÐU STARFI Á VEGUM REYKJAVÍKURBORGAR

Slys -viðbrögð og varnir