Sérdeild fyrir einhverfa
Sérdeild fyrir nemendur með einhverfu.
Reglur um innritun og útskrift í sérdeild
Markmið reglna um innritun og útskrift nemenda úr sérdeildum fyrir einhverfa nemendur er
m.a. að tryggja jafnræði við umfjöllun umsókna og vandaða stjórnsýslu við afgreiðslu þeirra.
Sérdeild fyrir nemendur með einhverfu
Markmið deildarinnar er að sinna einstaklingsmiðaðri kennslu og styðja við nám nemenda í
almennu skólastarfi. Í dag stunda 9 nemendur nám í deildinni. Deildin er ein sex sérdeilda fyrir
börn með einhverfu í grunnskólum í Reykjavík en hinar fimm eru í Fellaskóla, Hamraskóla,
Háaleitisskóla, Langholtsskóla og Vogaskóla. Deildin starfar samkvæmt deildarnámskrá og er
hluti af skólanámskrá skólans.
Sækja þarf formlega um inngöngu í deildina. Með umsókninni þarf að fylgja staðfest greining á
að barnið sé með röskun á einhverfurófinu. Sérstakt inntökuteymi fjallar síðan um umsóknina og
tekur ákvörðun um inntöku. Umsóknarfrestur er til 1.mars. Umsóknir skilist til skóla- og
frístundasviðs, Borgartúni 12-14 eða til viðkomandi skóla.
Samkvæmt reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla frá því í júní 2010 er markmiðið
m.a. að nemendur fái jöfn tækifæri á eigin forsendum til náms og virkrar þátttöku í grunnskólum
án aðgreiningar og fái fjölbreytt nám við hæfi í hvetjandi námsumhverfi. Allir nemendur
sérdeildarinnar eru skráðir í almenna bekki og er stefnt að því að nemendur deildarinnar taki eins
mikinn þátt í almennu skólastarfi og kostur er.
Grundvöllur alls starfs í sérdeildinni byggist á hugmyndafræði TEACCH (Treatment and
education of autistic and related communication handicapped children). Meginhugmyndafræði
TEACCH er að leggja áherslu á sérþarfir og menningu fólks með einhverfu og leitast við að
skipuleggja og aðlaga umhverfið til að auðvelda fólki með einhverfu að lifa og starfa í heimi
þeirra sem eru ekki með einhverfu. Í TEACCH er gengið út frá því að flest börn með einhverfu
skilji betur það sem þau sjá en það sem þau heyra. Þar er m.a. lögð áhersla á skipulagða kennslu
og kennsluumhverfi, fyrirsjáanleika og yfirsýn yfir væntingar með hjálp sjónræns stuðnings, sem
hentar hverjum og einum.
Allir nemendur deildarinnar hafa einstaklingsnámskrá sem unnin er af kennurum í samráði við
foreldra þeirra. Haft er til hliðsjónar almenn námskrá þess aldurshóps sem nemandinn tilheyrir en
auk þess er horft á getu, óskir og þarfir nemandans svo og óskir foreldra.
Í einstaklingsnámsskrá koma fram bakgrunnsupplýsingar um viðkomandi nemanda, staða í námi,
markmið, leiðir til að ná áætluðu markmiði, upplýsingar um skipulag kennslu í kringum
nemandann og námsmat.
Þegar um er að ræða barn með sérþarfir er gott samstarf og upplýsingamiðlun á milli heimilis og
skóla algjör forsenda þess að vel takist til með nám barnsins. Einnig er mjög mikilvægt að
kennarar og annað fagfólk beri saman bækur sínar og starfi saman. Reglulegir teymisfundir eru
mikilvægir þar sem upplýsingum er miðlað og byggð upp samvinna milli heimilis og ólíkra
fagaðila. Aðeins þannig næst markviss árangur í starfi.
Foldaver
Foldaver hefur til umráða rúmgott húsnæði á efri hæð húss 2 í Foldaskóla.
sérdeild fyrir börn með einhverfu var stofnuð í Hamraskóla
haustið 1996 en með sameiningu skóla í Grafarvogi fluttist deildin í
Foldaskóla haustið 2012. Markmið deildarinnar er að sinna
einstaklingsmiðaðri kennslu og styðja við nám nemenda í almennu skólastarfi.
Í dag eru 9 nemendur í deildinni en þessir nemendur eru einnig skráðir í
almennar bekkjardeildir 1. – 10. bekkja.
Umsókn um skólavist í sérhæfðri sérdeild fyrir nemendur með einhverfu
Foldaver, sérdeild fyrir börn með einhverfu var stofnuð í Hamraskóla
haustið 1996 en með sameiningu skóla í Grafarvogi fluttist deildin í
Foldaskóla haustið 2012.
Markmið deildarinnar er að sinna
einstaklingsmiðaðri kennslu og styðja við nám nemenda í almennu skólastarfi.
Í dag eru 9 nemendur í deildinni en þessir nemendur eru einnig skráðir í
almennar bekkjardeildir 7. – 10. bekkja. Foldaver hefur til umráða rúmgott húsnæði á efri hæð húss 2 í Foldaskóla og er um að ræða tvær rúmgóðar kennslustofur ásamt vinnuherbergi starfsfólks deildar.
Sækja þarf formlega um inngöngu í deildina. Með umsókninni þarf að fylgja
staðfest greining á að barnið sé með einhverfu. Sérstakt inntökuteymi
fjallar síðan um umsóknina og tekur ákvörðun um inntöku.
Í Reykjavík eru sex sérhæfðar sérdeildir fyrir einhverfa nemendur. Þær eru staðsettar í Fellaskóla,
Foldaskóla, Hamraskóla, Háaleitisskóla, Langholtsskóla og Vogaskóla. Deildirnar eru fyrir nemendur í
1. til 10. bekk og taka 6 til 9 nemendur hver. Nánari upplýsingar um starfsemi deildanna er að finna á
heimsíðum skólanna.
Foreldrar sækja um skólavist í deildunum með því að fylla út þetta eyðublað sem einnig fæst á skrifstofum skólanna. Umsóknir skilist til skóla- og frístundasviðs,
Borgartúni 12-14 eða til eins neðangreindra skóla fyrir 1. mars. Með umsóknum fylgi greiningargögn
og skýrslur leik- eða grunnskóla nemenda.
Starfsfólk deildarinar 2021 -2022
Mikil og góð reynsla er af kennurum og þroskaþjálfum.
Í Foldaveri og hefur starfsmannahald verið stöðugt undanfarinn ár.
Deildarstjóri sérdeildar er:
Friðþór Vestmann Ingason / þroskaþjálfi
fridthor.vestmann.ingason@rvkskolar.is
Annað starfsfólk :
Anna Lísa Hassing stuðningsfulltrúi
anna.lisa.hassing@rvkskolar.is
Dóra Eydís Pálsdóttir þroskaþjálfi
dora.eydis.palsdottir@rvkskolar.is
Guðríður Guðfinnsdóttir sérkennari,
gudridur.gudfinnsdottir@rvkskolar.is
Kristín Baldey Rúnudóttir kennari
Kristín.baldey.runudottir@rvkskolar.is
Kristín Guðrún Ólafsdóttir stuðningsfulltrúi
kristin.gudrun.olafsdottir@rvkskolar.is
Sveinhildur Vilhjálmsdóttir kennari
Starfshættir Foldavers
Nám í deildinni er byggt á námsmarkmiðum aðalnámskrár grunnskóla,
grunnþáttum menntunar og lykilhæfni.
Grunnþættir menntunar eru læsi í víðum skilningi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi,jafnrétti og sköpun.
Þessir þættir eiga að koma við sögu í öllum námsgreinum og vera leiðarljós í menntun til undirbúnings þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi
(Aðalnámskrá Grunnskóla, 2013, með nokkrum breytingum á greinum, í Aðalnámskrá.
Mikilvægt er að stuðla að sjálfstæði nemenda með aðlögun á námsefni og skólaumhverfi. Allir nemendur deildarinnar hafa einstaklingsnámskrá sem unnin er af kennurum í samráði við foreldra þeirra.
Haft er til hliðsjónar almenn námskrá þess aldurshóps sem nemandinn tilheyrir en auk þess er horft á getu, óskir og þarfir nemandans svo og óskir foreldra. Brýnt er að leggja áherslu á styrkleika nemandans. Einnig hefur verið stuðst við aðlagaða skólanámskrá Sérdeildar Suðurlands við að setja upp aðlöguð markmið fyrir nemendur
(Sérdeild Suðurlands, 2017).
Einstaklingsnámskrá
Einstaklingsnámsskrá er unnin í Mentor tölvukerfinu. Í námskrá eru settar fram námslotur, námsviðmið, upplýsingar um skipulag kennslu og námsmat.
Í námsmati eru notuð 5 hæfnitákn Mentors sem viðmið um námsárangur.
Samkvæmt reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla frá því í júní
2010 eru sett fram þau markmið að nemendur:
- Fái jöfn tækifæri á eigin forsendum til náms og virkrar þátttöku í
grunnskólum án aðgreiningar þannig að komið sé til móts við náms-, líkams-,
félags- og tilfinningalegar þarfir þeirra.
- Fái fjölbreytt nám við hæfi í hvetjandi námsumhverfi og í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og stöðu.
- Allir hafi jöfn tækifæri í grunnskólum í samræmi við alþjóðlega samninga umréttindi barna og fatlaðra.
Þátttaka nemenda í bekk fer eftir úthaldi, getu og áhuga. Í skóla án
aðgreiningar er gengið út frá því að skólinn sé sá staður sem kemur til móts
við einstaklingsþarfir hvers nemanda og tekur tillit til sérkenna og
hæfileika hvers og eins.
Þegar einstaklingsnámskrá eða kennsluáætlun er
gerð þá verður að ganga út frá þörfum hvers og eins. Til að efla og nýta
heildtæka skólastefnu sem best fyrir nemendur sérdeildar er markmiðið að
efla samvinnu milli kennara sérdeildar og bekkjakennara.
Fræðsludagar frá nemendum í Foldaveri
Nemendur í deildinni munu leggja upp með að fræða samnemendur sína og bekkjafélaga um einhverfu og er áætlað að fræðslan verði í október 2021.
Tengsl utan skóla
Þegar um er að ræða barn með sérþarfir er gott samstarf og upplýsingamiðlun á milli heimilis og skóla algjör forsenda þess að vel takist til með nám barnsins.
Einnig er mjög mikilvægt að Þroskaþjálfar, kennarar og annað fagfólk beri saman bækur sínar og starfi saman sem ein heild.
Reglulegir teymisfundir eru mikilvægir þar sem upplýsingum er miðlað og byggð upp samvinna milli heimilis og ólíkra fagaðila. Aðeins þannig næst markviss árangur í starfi.
Fundir vegna hvers barns eru að jafnaði tvisvar sinnum á önn og jafnvel
oftar ef þörf krefur. Bæði foreldrar og kennarar geta beðið um fund.
Fyrir dagleg samskipti eru auk tölvupósts notaðar samskiptabækur. Þar fara
upplýsingar um hvað barnið hefur verið að gera þann daginn.
Akstur fyrir nemendur
Nemendum stendur til boða akstur til og frá skóla. Skólaaksturinn er í
höndum Pant ferðaþjónustu pant.is . Auk þess geta nemendur fengið akstursþjónustu þegar þau
eru í skammtímavistun.
Frístundastarf unglinga
Nemendum í 5.-10. bekk stendur til boða frístundaúrræði fyrir börn með sérþarfir í Frístundaklúbbi Grafarvogs (Höllin). Einnig er félagsstarf í félagsmiðstöðinni Fjörgyn seinnipart og á kvöldin fyrir nemendur á miðstigi og unglingastigi.