Námsmat

Í lögum um grunnskóla og aðalnámskrá grunnskóla er kveðið á um að skólar skuli innleiða aðferðir til að meta skólastarfið. Innra mat (sjálfsmat) er leið til að vinna kerfisbundið að gæðum og umbótum í skólastarfi ásamt því að miðla þekkingu og upplýsingum um starfið.

Innra mat Foldaskóla byggir á þeim viðmiðum og matsspurningum sem gerð er nánar grein fyrir í sjálfsmatsskýrslu skólans. Lögð er upp matsáætlun til fjögurra ára þar sem fram koma þeir þættir skólastarfsins sem áætlað er að meta á hverri önn. Gagnaöflun og matsaðferðir eru fjölbreyttar og miðast við viðfangsefni hverju sinni. Öflun gagna og tölfræðileg úrvinnsla, þegar það á við, er bæði unnin innan skólans sem og af fagaðilum utan hans. Gögnin eru rýnd og tillögur um úrbætur settar fram. Í framhaldi af því er sett fram áherslu- og úrbótaáætlun fyrir næsta almanaksár. Sú áætlun er síðan yfirfarin í lok árs og gerð grein fyrir hvernig til hafi tekist á starfsmanna- og foreldraráðsfundum.

Innra mat

Samræmd próf