Mötuneyti
Öllum nemendum skólans stendur til boða að kaupa heitan mat í hádeginu. Áhersla er lögð á hagkvæmni í rekstri mötuneytisins um leið og boðið er upp á hollan og næringarríkan mat sem er sniðinn að óskum barna og unglinga og munu viðmið Manneldisráðs vera höfð að leiðarljósi.
Nemendum í 8.-10. bekk stendutr til boða hafragrautur kl. 9:30-9:50 þeim að kostnaðarlausu.
Ofnæmi og óþol
Hafi barnið ofnæmi eða óþol er mjög mikilvægt að koma með læknisvottorð því til staðfestingar og skila til ritara á skrifstofu skólans.
Mataráskrift
Öllum nemendum er boðið upp á mánaðaráskrift á kr. 11.195,- sem er jafnaðarverð. Þetta verð miðast við það að áskrift sé stöðug allt skólaárið hvort sem það eru stuttir mánuðir eða langir. Boðið er upp á mjólk með hádegismat.
Ávaxtaáskrift - nesti
Í umhverfisstefnu Foldaskóla er m.a. lögð áhersla á heilbrigðan lífsstíl og umhverfi. Þar er lögð áhersla á að nemendur komi með hollt nesti (mat og drykk) í margnota umbúðum. Boðið er upp á ávaxtaáskrift í nestistíma að morgni fyrir 1.-7. bekk.
Ávaxtaáskriftin er 2.230 kr. á mánuði og er hægt að sækja um hana á Rafrænni Reykjavík. Greiðslufyrirkomulag er hið sama og er á mataráskriftinni.
Stakar máltíðir fyrir nemendur í 8. – 10. bekk
Þeim nemendum í 8.-10. bekk, sem vilja frekar kaupa stakar máltíðir í stað mataráskriftar, stendur til boða að kaupa stakar máltíðin og eða matarmiða. Kort með 10 miðum kostar kr. 5.900,- og eru seldir á skrifstofu.
Skráning og greiðslumáti
Nemendur eru skráðir í hádegismat í Rafrænni Reykjavík. Til þess er farið á vefsíðuna http://rafraen.reykjavik.is eða á heimasíðu Reykjavíkurborgar http://www.reykjavik.is og valið Rafræn Reykjavík,
Til að geta skráð nemandann í mat þarf foreldri/forráðamaður að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og tekur áskriftin gildi strax. Þegar barn er skráð í mat er valið á milli þess að greiða með greiðsluseðli eða kreditkorti. Þeir sem velja kreditkort gefa upp kortanúmer á vefnum.
Einnig er hægt að segja upp mataráskrift í Rafrænni Reykjavík og tekur uppsögnin gildi um mánaðarmótin þar á eftir.
Þjónustuver Reykjavíkurborgar veitir alla aðstoð við notkun Rafrænnar Reykjavíkur í síma 411-1111.
Boðið verður upp á þrjú mismunandi greiðsluform: boðgreiðslur, beingreiðslur og gíróseðla. Innheimt er fyrir mánuðinn eftir á með gjalddaga 1. hvers mánaðar og eindagi er 31 degi síðar. Ef reikningur er ekki greiddur er hann settur í innheimtuferli hjá Reykjavíkurborg.