Skip to content

Mötuneyti

Öllum nemendum skólans stendur til boða að kaupa heitan mat í hádeginu. Áhersla er lögð á hagkvæmni í rekstri mötuneytisins um leið og boðið er upp á hollan og næringarríkan mat sem er sniðinn að óskum barna og unglinga og munu viðmið Manneldisráðs vera höfð að leiðarljósi.

Ofnæmi og óþol

Hafi barnið ofnæmi eða óþol er mjög mikilvægt að koma með læknisvottorð því til staðfestingar og skila til ritara á skrifstofu skólans.

Mataráskrift 

Öllum nemendum er boðið upp á mánaðaráskrift á kr. 10.050,-  sem er jafnaðarverð. Þetta verð miðast við það að áskrift sé stöðug allt skólaárið hvort sem það eru stuttir mánuðir eða langir.

Ávaxtaáskrift - nesti

Í umhverfisstefnu Foldaskóla er m.a. lögð áhersla á heilbrigðan lífsstíl og umhverfi. Þar er lögð áhersla á að nemendur komi með hollt nesti (mat og drykk) í margnota umbúðum. Boðið er upp á ávaxtaáskrift í nestistíma að morgni fyrir 1.-7. bekk. Gott aðgengi er að kældu vatni á öllum miðrýmum og boðið er upp á mjólk með hádegismat. Ávaxtaáskriftin er 2.600 kr. á mánuði og er hægt að sækja um hana á Rafrænni Reykjavík. Greiðslufyrirkomulag er hið sama og er á mataráskriftinni.

Stakar máltíðir fyrir nemendur í 8. – 10. bekk

Þeim nemendum í 8.-10. bekk, sem vilja frekar kaupa stakar máltíðir í stað mataráskriftar, stendur til boða að kaupa stakar máltíðin og eða matarmiða. Stök máltíð kostar kr. 650.-. Kort með 10 miðum kostar kr. 5.900,- og eru seldir í mötuneytinu. Nemendum á unglingastigi gefst kostur á að kaupa brauðmeti, s.s. samlokur eða langlokur og fleira í mötuneytinu í frímínútum kl. 09:50.

Verðskrá nemenda

Verðskrá í mötuneyti nemenda (frá og með 1. október 2016):

Matur  650 kr stök máltíð
 Samlokur  200 kr
 Núðlur  200 kr
Skyr  200 kr
Ávöxtur  100 kr

Snúðar og ostaslaufur eru einungis til sölu á föstudögum og kosta 300 kr.

Skráning og greiðslumáti

Nemendur eru skráðir í hádegismat í Rafrænni Reykjavík. Til þess er farið á vefsíðuna http://rafraen.reykjavik.is eða á heimasíðu Reykjavíkurborgar http://www.reykjavik.is og valið Rafræn Reykjavík.

Til að geta skráð nemandann í mat þarf foreldri/forráðamaður að skrá sig inn með kennitölu og lykilorði (ef búið er að stofna aðgang). Þegar barn er skráð í mat er valið á milli þess að greiða með greiðsluseðli eða kreditkorti. Þeir sem velja kreditkort gefa upp kortanúmer á vefnum. Vinsamlegast athugið að þegar þessi leið er farin þá tekur áskriftin ekki gildi fyrr en fyrsta virka dag í mánuðinum á eftir.

Einnig er hægt að segja upp mataráskrift í Rafrænni Reykjavík.  Umsókn og uppsögnin tekur gildi um mánaðarmótin þar á eftir.

Þjónustuver Reykjavíkurborgar veitir alla aðstoð við notkun Rafrænnar Reykjavíkur í síma 411-1111.

Boðið verður upp á þrjú mismunandi greiðsluform: boðgreiðslur, beingreiðslur og gíróseðla. Innheimt er fyrir mánuðinn eftir á með gjalddaga 1. hvers mánaðar og eindagi er 31 degi síðar. Ef reikningur er ekki greiddur er hann settur í innheimtuferli hjá Momentum.