Skip to content

Skólasöngur Foldaskóla

Skólasöngur Foldaskóla

Er saman hljóma raddirnar við söngsins vængjaslátt
við svífum inn í tónalandið bjart og ljúft og kátt.
En líka þarf að gera okkar skólanámi skil,
– og skemmtilegt er þá að vera til.

Í Foldaskóla lærum við svo fínar námsgreinar
og framtíð okkar byggjum við á árangrinum þar;
en skjótt til þeirrar framtíðar við skulum reisa brú
úr skyldurækni, heilindum og trú.

Af atorku og bjartsýni við tökum okkur til
og tengjum saman nám og vinnu, söng og gleðispil;
á ævibraut við leik og starf þá fagnar okkur flest. –
Í Foldaskóla líður okkur best.

Lag: Einar Jónsson
Texti: Ragnar Ingi Aðalsteinsson