Skólaráð Foldaskóla
Í 8. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 er skólum gert skylt að stofna skólaráð við skólana. Skólastjóri hefur forgöngu um stofnun skólaráðs. Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald.
Skólaráð fundar annan hvern mánuð, á föstudegi kl. 08:15 – 09:15. Fundargerðir eru birtar á netinu innan við viku eftir fund.
Helstu verkefni skólaráðs eru:
- að fjalla um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið,
- að fjalla um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar,
- að taka þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið,
- að fylgjast með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda,
- að fjalla um skólareglur, umgengnishætti í skólanum,
- að fjalla um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, kennarafundi, almennum starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, menntamálaráðuneyti, öðrum aðilum varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað,
- að taka þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitarstjórnar.
Skólaráð fjallar ekki um önnur málfefni viðkomandi skóla en þau sem talin eru upp hér að ofan, nema skólanefnd (menntaráð) feli eintökum skólaráðum ákveðið verkefni þessum til viðbótar.
Skólaráð fjallar ekki um málefni einstaklinga svo sem nemenda og kennara, heldur fylgist almennt með öryggi og aðbúnaði í skólanum og almennri velferð nemenda.
Ef foreldrar vilja koma ábendingum um skólastarfið á framfæri til skólaráðs er best að hafa samband við fulltrúa foreldra í ráðinu.
Eftirfarandi sitja í skólaráði Foldaskóla 2022-2023:
- Kristrún Guðjónsdóttir skólastjóri
- Hulda María Magnúsdóttir aðstoðarskólastjóri
- Friðþór Vestmann Ingason fulltrúi kennara
- Jón Hákon Halldórsson fulltrúi kennara
- Sigrún Helga Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna
- Kristín Guðrún Ólafsdóttir varamaður starfsmanna
- Elva Hjálmarsdóttir fulltrúi foreldra
- Hanna Steinunn Steingrímsdóttir fulltrúi foreldra
- Amelía Carmen Agnarsdóttir 9. SVJ fulltrúi nemenda
- Elísa Björk Maronsdóttir 9. EHG fulltrúi nemenda
Fundargerðir
Skólaárið 2022-2023
2. fundur
Skólaárið 2021-2022
Skólaárið 2020-2021
Skólaárið 2019-2020
5. fundur 29. maí
4. fundur 7. maí
3. fundur haldinn 24. janúar
Skólaárið 2018-2019
3. fundur haldinn 1. febrúar 2019
2. fundur haldinn 30. nóvember 2018
1. fundur haldinn 26. október 2018