Skip to content

Sérdeild fyrir nemendur með einhverfu

Í Foldaskóla er starfrækt sérdeild fyrir nemendur með einhverfu sem þjónar börnum úr öllum hverfum borgarinnar. Sérdeildin er fyrir einhverfa nemendur á aldrinum 6 – 16 ára í 1. til 10. bekk og eru níu nemendur í deildinni. Samkvæmt reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla frá því í júní 2010 er markmiðið m.a. að nemendur fái jöfn tækifæri á eigin forsendum til náms og virkrar þátttöku í grunnskólum án aðgreiningar og fái fjölbreytt nám við hæfi í hvetjandi námsumhverfi. Allir nemendur sérdeildarinnar eru skráðir í almenna bekki og er stefnt að því að nemendur deildarinnar taki eins mikinn þátt í almennu skólastarfi og kostur er

Reglur um innritun og útskrift í sérdeild
Hlutverk
Deildarnámskrá
Umsóknareyðublað
Starfsfólk