Skip to content

Sérfræðiþjónusta í Miðgarði

Miðgarður er þjónustumiðstöð fyrir Grafarvogsbúa. Þangað sækir skólinn þjónustu skólasálfræðinga og kennsluráðgjöf. Haustið 2013 fór af stað samstarf milli grunnskólanna í hverfinu og Miðgarðs um ráðningu talmeinafræðinga til að greina málörðuleika og veita meðferð. Sú þjónusta nær einnig til leikskólanna.

Miðgarður er ein af fimm þjónustumiðstöðvum fyrir íbúa höfuðborgarinnar. Stofnunin hefur aðsetur að Gylfaflöt 5 í Grafarvogi. Eftirfarandi kemur m.a. fram á heimasíðu Reykjavíkurborgar um hlutverk og starfsemi þjónustumið­stöðvarinnar Miðgarðs:

„Hlutverk Miðgarðs er að veita þverfaglega og samræmda þjónustu til íbúa Grafarvogs og Kjalarness um persónuleg málefni, ráðgjöf við starfsfólk leik- og grunnskóla og aðra faglega þjónustu til stofnana og félagasamtaka í hverfunum. Einnig hefur Miðgarður lagt áherslu á að sinna af krafti forvarnarmálum og ýmsum menningartengdum samfélagsverkefnum. Sérsvið Miðgarðs er að vera þekkingarmiðstöð um forvarnir og félagsauð. Með hugtakinu félagsauður er átt við þau sambönd, stofnanir, reglur og traust sem móta samskipti og samvinnu og leiða til sameiginlegs ávinnings í samfélaginu.“

Meðal þeirra verkefna sem Miðgarður sinnir má nefna málefni eldri borgara, heimaþjónustu, fjárhagsaðstoð og sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla. Eins og er felst sú sérfræðiþjónusta nær eingöngu í starfi skólasálfræðings sem situr vikulega fundi nemendaverndarráðs ásamt því að sinna greiningu og ráðgjöf.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu sérfræðiþjónustu Miðgarðs.