Nemendaráð

Í nemendaráði sitja fulltrúar allra bekkja í unglingadeildinni. Allir meðlimir sitja í einu af fjórum ráðum nemendaráðsins. Ráðin eru tækniráð, auglýsingaráð, skipulags- og viðburðaráð og sjoppuráð. Einnig bendum við á vef Fjörgynjar

IMG 1424Félagsmiðstöðin Fjörgyn starfar eftir hugmyndafræðinni um unglingalýðræði. Því koma unglingar eins mikið og unnt er að skipulagi, dagskrárgerð og útfærslum á viðburðum félagsmiðstöðvarinnar. Nemendaráði og starfsfólki félagsmiðstöðvarinnar er ætlað að sjá til þess að unglingalýðræði sé í hávegum haft m.a. með vikulegri fundarsetu þar sem málefni félagsmiðstöðvarinnar eru rædd.

Þó nokkrar nefndir eru starfandi skólaárið 2012 - 2013 en í nemendaráði eru 18 einstaklingar sem skiptist í jafnt hlutfall drengja og stúlkna auk þess sem 6 einstaklingar úr hverjum árgangi eru í ráðinu. Allir meðlimir sitja í einu af fjórum ráðum nemendaráðsins. Ráðin eru tækniráð, auglýsingaráð, skipulags- og viðburðaráð og sjoppuráð. Hér  má nálgast upplýsingar um ráðin og myndir af meðlimum þeirra.

Prenta |