Skip to content

Frístundastarf í Foldaskóla

Í Foldaskóla er boðið upp á fjölbreytt félagslíf sem gefur öllum nemendum færi á að efla félagslega
færni og hæfileika. Árlega er haldið jólaball, árshátíð og/eða nemendasýning hjá öllum árgöngum skólans.
Gert er ráð fyrir einu bekkjarkvöldi á skólaárinu. Bekkjafulltrúar sjá um skipulag þeirra í
samráði við bekkjarkennara.
Á vegum félagsmiðstöðvarinnar Fjörgynjar er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir 5.-7.
bekk. Félagslíf unglingadeildar er á vegum skólans og Fjörgynjar og er ákveðin verkaskipting milli
þeirra.

Helstu viðburðir skólaársins á vegum skólans eru:

  • Skrekkur – hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík
  • Jólaball skólans og Fjörgynjar
  • Árshátíð Foldaskóla og Fjörgynjar
  • Íþróttahátíð
  • Skólahreysti

Tónlist

Nemendum Foldaskóla gefast tækifæri til ýmiss konar tónlistariðkunar.
Í Tónlistarskóla Grafarvogs og Tónskóla Hörpunnar er boðið upp á fornám fyrir
hljóðfæranám innan skólans. Skólarnir bjóða einnig upp á píanókennslu fyrir nemendur sem
lokið hafa forskóla. Kennsla getur farið fram í skólanum á skólatíma í samvinnu við foreldra,
nemendur og kennara. Skólahljómsveit Grafarvogs annast hjóðfærakennslu í skólanum en
hefur aðsetur í Húsaskóla.