Nemendur

arshatidfol157-2606

Félagslíf

Í Foldaskóla er boðið upp á fjölbreytt félagslíf sem gefur öllum nemendum færi á að efla félagslega
færni og hæfileika. Árlega er haldið jólaball, árshátíð og/eða nemendasýning hjá öllum árgöngum skólans.
Gert er ráð fyrir einu bekkjarkvöldi á skólaárinu. Bekkjafulltrúar sjá um skipulag þeirra í
samráði við bekkjarkennara.
Á vegum félagsmiðstöðvarinnar Fjörgynjar er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir 5.-7.
bekk. Félagslíf unglingadeildar er á vegum skólans og Fjörgynjar og er ákveðin verkaskipting milli
þeirra.

Helstu viðburðir skólaársins á vegum skólans eru:

 Skrekkur – hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík.
 Jólaball skólans og Fjörgynjar
 Árshátíð Foldaskóla og Fjörgynjar
 Íþróttahátíð.
 Skólahreysti

 

Nemendaráð er skipað fulltrúum nemenda 8.-10. bekkja. Hver bekkur kýs sinn fulltrúa og er þess þannig gætt að hver bekkur eigi minnst einn fulltrúa. Að auki eru tveir nemendur úr 10. bekk tilnefndir af starfsmönnum skóla og Fjörgynjar. Nemendaráð starfar í eitt ár í senn, þar til nýtt ráð tekur við.

Tónlist

Nemendum Foldaskóla gefast tækifæri til ýmiss konar tónlistariðkunar.
Í Tónlistarskóla Grafarvogs og Tónskóla Hörpunnar er boðið upp á fornám fyrir
hljóðfæranám innan skólans. Skólarnir bjóða einnig upp á píanókennslu fyrir nemendur sem
lokið hafa forskóla. Kennsla getur farið fram í skólanum á skólatíma í samvinnu við foreldra,
nemendur og kennara. Skólahljómsveit Grafarvogs annast hjóðfærakennslu í skólanum en
hefur aðsetur í Húsaskóla.

Prenta |