Náms- og starfsráðgjafi veitir nemendum þjónustu í málum sem tengjast persónulegum högum þeirra, námi og starfsvali.
Í því felst að:
- leiðbeina um góð vinnubrögð og námsaðferðir.
- stuðla að því að nemendur búi við sem bestar aðstæður.
- veita stuðning og aðstoð við lausn vandamála.
- auka skilning á möguleikum í námi og starfi.
- stuðla að bættum samskiptum innan skólans.
- hlúa að forvarnarstarfi.
Námsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður og bundinn þagnarskyldu.
Hann er undanþeginn þagnarskyldu þegar líf, heilsa og öryggi nemenda er í húfi. Einnig ef nemandi greinir frá lögbroti.
Náms- og starfsráðgjafi er Kristín Helgadóttir Ísfeld Kristin.Helgadottir.Isfeld@rvkskolar.is
Skrifstofa hennar er á annarri hæð í húsi 3, stofu 325.
Viðtalstímar eru eftir samkomulagi í síma 4117233.
Náms- og starfsráðgjafi er í 85% stöðu.
Efni frá námsráðgjafa
Nám að loknum grunnskóla
Framhaldsskólar höfuðborgarsvæðið 2022-2023
Opin hús, framhaldsskólar og fleira 2022
Niðurstöður forinnritunar í framhaldsskóla vorið 2021
Upplýsingar um innritun í framhaldsskóla haustið 2020 frá Menntamálastofnun:
Slóðir á kynningarmyndbönd um nám og störf
Ýmislegt
Hvert get ég leitað? Stofnanir og félög sem veita aðstoð, upplýsingar og ráðgjöf