Skip to content

Fimm ára nemendur fá bréf frá skólanum að vori þar sem þeim er boðið að koma í skólann í u.þ.b. tvær kennslustundir. Tekið er á móti nemendum og foreldrum þeirra á sal og skólastarf kynnt. Foreldrar fá bækling sem heitir „Gagn og gaman fyrir foreldra“. Nemendur fara síðan í skólastofur þar sem þeir kynnast skólastarfinu. Að hausti er nemandi, ásamt foreldrum, boðaður í viðtal hjá umsjónarkennara áður en skólastarf hefst. Foreldrar hafa þá fengið sendan heim upplýsinga- og athafnalista sem þeir fylla út heima með barninu sínu og koma með í viðtalið.