Skip to content

Lausnateymi

Lausnateymi

Lausnateymi skólans er ætlað að veita kennurum og öðru starfsfólki jafningjastuðning þegar óskað er eftir því. Lausnateymi hefur frátekinn fundartíma vikulega og fundar eftir þörfum. Starfsfólk sækir um aðkomu lausnateymis skriflega og skilar umsókn til deildarstjóra stoðþjónustu sem situr í teyminu.

Í lausnateymi er unnið út frá fyrirfram skilgreindu verklagi þar sem markvisst er unnið að lausnaleit. Gerð er áætlun um næstu skref og lausnateymi fylgir málum eftir í til tekinn tíma.