Stytting námstíma
Í aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 er fjallað um brautskráningu úr grunnskóla áður en 10 ára
skyldunámi er lokið. Þar segir m.a. að foreldrar grunnskólanema geti borið upp þá ósk barn
þeirra fái útskrift úr skóla áður en 10 ára skyldunámi er lokið. Forsenda þess er að foreldrar telji
að viðkomandi nemandi hafi til þess forsendur að innritast í framhaldsskóla. Erindi þetta þarf að
berast skólastjórnendum. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla þarf viðkomandi nemandi að
ljúka öllu skyldunámi með mjög góðum árangri áður en hann útskrifast þaðan og að tekið sé tillit
til eftirfarandi viðmiða:
- Nemandi uppfylli hæfniviðmið aðalnámskrár með mjög góðum árangri.
- Nemandi hafi fengið náms- og starfsráðgjöf við hæfi.
- Skólastjórnendur, umsjónarkennari og sérfræðiþjónusta veiti samþykki fyrir útskrift.
- Lagt sé mat á að nemandi hafi félagsþroska til að takast á við félagslegt umhverfi
framhaldsskóla.
Á unglingastigi þurfa forráðamenn að óska eftir viðtali við skólastjórnanda og námsráðgjafa.
Æskilegt er að taka viðtal við nemanda og foreldra í sitt hvoru lagi til að tryggja að ekki sé um
þrýsting að ræða og fá vissu fyrir því að vilji barns fyrir styttingu námstíma sé fyrir hendi.
Skólastjóri skal ráðfæra sig við umsjónarkennara nemandans og sérfræðiþjónustu
sveitarfélagsins áður en hann tekur ákvörðun í málinu. Skólastjóri metur hvenær nemandi lýkur
grunnskólanámi og ber ábyrgð á útskrift hans úr grunnskóla. Þeir starfshættir hafa lengi verið
við lýði að nemendur sem ekki hafa lokið grunnskólanámi geta hafið nám í framhaldsskóla
samhliða í samráði við foreldra og skóla. Samkvæmt grunnskólalögum þarf að semja um
framkvæmd og fyrirkomulag hlutaðeigandi grunn- og framhaldsskóla. Útskrift úr grunnskóla að
afloknum 9. bekk er þ.a.l. ekki gerleg nema að uppfylltum ofangreindum skilyrðum.
Verði niðurstaðan sú að skólastjóri synjar foreldrum um útskrift úr grunnskóla áður en 10 ára
skyldunámi er lokið hafa foreldrar þann rétt að kæra þá synjun grunnskóla til mennta- og
menningarmálaráðuneytis sem úrskurðar í málinu.
Á yngra- og miðstigi þarf ávallt að senda beiðni til sálfræðings til að fá þroskamat, sbr.
neðangreinda þætti:
- Æskilegt að nemandi sé námslega sterkur. Hafa þarf í huga hvaða áhrif flýting hefði á
námsárangur barnsins. - Kunnátta (lestur, talnaskilningur, fínhreyfingar) þarf að vera eins og best gerist hjá
börnum einu ári eldri. - Barnið þarf að eiga auðvelt með að aðlagast öðrum börnum og vera félagslega fært. Mjög
feimin og óframfærin börn geta átt erfitt með að samlagast hópi sér eldri barna. - Barnið þarf að vera í góðu tilfinningalegu jafnvægi og njóta stuðnings heiman frá svo það
geti staðið undir meiri námskröfum. - Æskilegt er að barnið skeri sig ekki úr hópnum hvað varðar líkamsstærð og þroska.
- Heilsufar þarf að vera gott.
- Kanna þarf aðstæður í skóla, s.s. stærð bekkjar, samsetningu nemendahóps,
námsárangur og félagslega stöðu með það í huga að skapa sem bestar aðstæður í skóla
fyrir barnið.