Skip to content

Heimanám

Forsenda þess að nemendur nái árangri í námi er góð ástundun. Kennarar leggja fram námsáætlanir í upphafi sem nemendum er ætlað að vinna eftir. Áríðandi er að nemendur temji sér skipulögð vinnubrögð, bæði í kennslustundum og við heimanám.
Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgist með og taki þátt í heimanámi barna sinna eins og kostur er.
Heimavinnuáætlun nemenda er skráð í Mentor.

Heimanám er nauðsynlegur hluti alls náms.
• Ekki vinnst ávallt tími til að ljúka verkefnum í skólanum. Nemendur verða því að nota tíma utan stundaskrár til að ljúka verkefnum.
• Nemendur festa þau atriði sem komið hafa fram í kennslustundum betur í minni með endurtekningu og þjálfun vinnubragða.
• Nemendur þurfa að undirbúa sig til að geta verið virkir í kennslustundum og notið tilsagnar kennara.
• Heimanám krefst sjálfsaga og skipulagðra vinnubragða.