Heimkoma frá Reykjum – 7. bekkur
Von er á ferðalöngum frá Reykjum í Hrútafirði um kl. 21 í kvöld við Foldaskóla.
NánarLífsferill fífilsins
Nemendur í 4. bekk hafa undanfarið verið að fræðast um náttúruna, að sýna henni virðingu, ganga vel um hana og taka aldrei meira frá henni en við þurfum. Sem dæmi í þeirri vinnu hafa nemendur fræðst um lífsferil fífilsins. Þó einhverjir líti ef til vill á fífla sem illgresi teljast þeir þó til blóma og…
NánarNemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs
Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Rimaskóla í gær og var þetta í 20. skipti sem þau eru afhent. Hver skóli í Reykjavík má tilnefna einn nemanda til verðlaunanna en hægt var að tilnefna fyrir t.d. góðan námsárangur, góðar framfarir, virkni í félagsstarfi, að vera jákvæð fyrirmynd, listsköpun, félagslega færni eða…
NánarUnicef hlaup yngsta stigs föstudaginn 13.
Á föstudaginn 13. hlupu nemendur á yngsta stigi 1.-4. bekk svokallað Unicef hlaup í blíðskaparveðri. Samtals hlupu nemendur 375km. Hér er aððgangur að einstökum myndum sem teknar voru við þetta tækifæri.
NánarSveitaferð 3. bekkjar
Fimmtudaginn 12. maí fór þriðji bekkur í sveitaferð á Hraðastaði. Veðrið lék við okkur og nutum við okkar í návist dýranna. Myndir
NánarVorfagnaður Foldaveri
Vorfagnaður var hjá nemendum í Foldaveri sem er sérdeild innan skólans. Glæsileg erindi voru flutt og má þar nefna fræðsluefni um Evrópu, söngur og rappað ljóðið eftir Þórarinn Eldjárn (Bókagleypir), kynning á myndlist ásamt skemmtilegu lokaatriði þar sem dansað var við Macarena lagið. Boðið var upp á veitingar á eftir fyrir foreldra og aðra gesti…
NánarVor í lofti
Nemendur nýttu góða veðrið til leikja og samveru í morgun. Leikjavinir af miðstigi stóðu sína vakt í frímínútum þar sem þeir virkja yngri nemendur með sér í leiki. Með verkefni leikjavina fá eldri nemendurnir tækifæri til að vera góð fyrirmynd og þeir yngri læra hvernig hægt er að nýta skólalóðina ásamt því að geta gengið…
NánarSkólahljómsveit Grafarvogs í heimsókn
Skólahljómsveit Grafarvogs B sveit kom og spilaði fyrir nemendur í 3. og 4. bekk. Auk þess fengu nemendur kynningu á þeim hljóðfærum sem spilað var á. Nemendur Foldaskóla hlustuðu og voru góðir áheyrendur auk þess sem þeir tóku þátt þegar við átti.
Nánar6. bekkur kannar umhverfið.
Í tilefni afmælisdags grænfánans 25.apríl fóru nemendur í 6.bekk í náttúrukönnunarleiðangur. Verkefnið var í Bingóformi þar sem nemendur áttu að leysa þrautir tengdar náttúrinni og umhverfisvitund. T.d. áttu þau að tína óþarfa rusl sem var á vegi þeirra, finna fjölbreyttar fuglategundir, leita eftir fyrsta blómstrandi blóminu og skoða hvaða trjátegundir eru byrjaðar að bruma. Einnig…
Nánar