Skip to content
18 jún'21

Sumarleyfi

Starfsfólk Foldaskóla þakkar nemendum og foreldrum fyrir samstarfið á skólaárinu. Skrifstofa skólans opnar að afloknu sumarleyfi fimmtudaginn 5. ágúst nk. Skólasetning er 23. ágúst og setjum við inn dagskrá í haust. Njótið sumarfrísins og munið að æfa lesturinn 🙂    

Nánar
14 jún'21

Víkingar í 5. bekk

Á vorönn hafa nemendur í 5. bekk verið að lesa og læra um víkinga.  Við höfum fræðst meðal annars um siglingar og líf fólks frá þeim tíma þegar verið var að nema land á Íslandi.  Það var því tilvalið að skoða Landnámssýninguna sem er í miðbæ Reykjavíkur. Þar fengum við innsýn inn í þessa veröld,…

Nánar
10 jún'21

Óskilamunir

Hægt verður að nálgast óskilamuni fyrir framan skrifstofu skólans á morgun, föstudaginn 11. júní, kl. 10-14 og mánudaginn 14. júní á sama tíma. Spritt verður á staðnum en óskað eftir að fólk mæti með grímur. Endilega kíkið við ef þið saknið einhvers.

Nánar
10 jún'21

7. bekkur gengur Búrfellsgjá

Nemendur í 7. bekk fóru í skemmtilega gönguferð í Búrfellsgjá og upp á Búrfell. Sumir voru ákafari en aðrir og gengu allan hringinn eftir gígbörmunum og enduðu svo ofan í gignum á meðan aðrir nutu þess að fá lengri nestispásu og gæddu sér á ljúffengu sparinesti. Á bakaleiðinni var afmælisdrengur í hópnum gladdur með afmælissöng…

Nánar
09 jún'21

Vorferð 8. bekkja

Vorferð 8.bekkja var farin 9.júní,  Farið var að Hvaleyrarvatni við Hafnarfjörð.  Dásemdarveður var, stilla og fíngerður úði, en hlýtt.  Hópurinn gekk umhverfis vatnið,  nemendur óðu út í, fleyttu kerlingar, fóru í leiki og ýmislegt annað var brallað.  Allir höfðu gaman að. Hér eru myndir úr ferðinni

Nánar
09 jún'21

Yngsta stig á Úlfarsfelli

Í morgun lagði yngsta stig af stað í göngu á Úlfarsfell en gangan er orðin árlegur viðburður á stiginu. Allir komust á toppinn í góða veðrinu og mikil ánægja í hópnum.  🙂 Hér eru myndir úr ferðinni.

Nánar
09 jún'21

9. bekkur á Þingvöllum

Þriðjudaginn 8. júní fóru nemendur í 9. bekk á Þingvelli. Veðrið tók vel á móti hópnum en þó að það hafi verið skýjað var bæði hlýtt og lygnt. Nemendur sáu ýmis stórmerki náttúrunnar á borð við Almannagjá, Drekkingarhyl, Öxárfoss og Flosagjá. Dagurinn endaði svo með nokkrum hópleikjum, og var ekki annað að sjá en að…

Nánar
08 jún'21

Grænfáninn í 8. sinn til Foldaskóla

Mánudaginn 7. júní tókum við á móti Grænfánanum í áttunda sinn en honum höfum við flaggað í Foldaskóla síðan 2006. Við erum afar stolt af því verkefni en Hafdís Ragnardóttir kennari hefur leitt það í 16 ár og eigum við henni mikið að þakka. Hún hefur svo sannarlega átt stóran þátt í að efla umhverfisvitund…

Nánar
08 jún'21

Nemendaverðlaun afhent

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Laugalækjarskóla mánudaginn 7. júní 2020. Hver skóli tilnefnir einn nemanda og í þetta sinn var það Tristan Máni Bjarnason, nemandi í 7. RK, sem hlaut verðlaunin fyrir Foldaskóla. Tristan Máni var tilnefndur fyrir þrautseigju og persónulegar framfarir jafnframt því að hafa jákvæð áhrif og vera…

Nánar
04 jún'21

Árshátíð og íþróttahátíð unglingastigs

Það var mikil gleði á unglingastiginu þessa viku, meiri en venjulega. Nemendur mættu prúðbúnir á langþráða árshátíð miðvikudagskvöldið 2. júní, gæddu sér á gómsætum mat, horfðu á skemmtiatriði í boði kennara og samnemenda og svo var dansað. Frikki Dór sló svo botninn í vel heppnað kvöld með mikilli stemningu. Það voru sáttir og sælir nemendur…

Nánar