Upphaf skólastarfs janúar 2021
Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar 2021. Allar námsgreinar verða kenndar og hádegismatur með hefðbundnu sniði.
NánarJólaskemmtanir
Stofujól voru haldin á öllum stigum í Foldaskóla í dag og ekki bar á öðru en að börnin skemmtu sér vel þrátt fyrir að litlu jólin hafi ekki verið með hefðbundnu sniði núna. Í öllum stofum var jóladagskrá undir stjórn umsjónarkennara. Á yngsta stigi dönsuðu börnin í kringum jólatré, á miðstigi fengu nemendur heimsókn frá…
NánarFjórðubekkingar flytja Grýlukvæði
Nemendur í 4. GL brugðu sér í Grýluhelli þar sem þau fluttu Grýlukvæði eftir Jóhannes í Kötlum. Hér má sjá myndbandið.
NánarJólasveinavísur í 2. bekk
Nemendur í 2. bekk hafa verið að vinna með jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum. Þau lærðu vísu utanbókar og tóku upp flutninginn. Úr varð þetta skemmtilega jólasveinamyndband. Í framhaldi bjuggu þau til sína eigin jólasveina og skrifuðu um þeirra sérkenni. Eins leiruðu þau sveininn sinn og teiknuðu af honum mynd. Dæmi um skemmtileg nöfn sem sveinarnir…
NánarJólagjöf frá Osló til reykvískra barna
Það er orðinn árlegur viðburður að Oslóborg gefi skólasöfnum í Reykjavík bókagjöf fyrir jólin. Bækurnar eru á íslensku eftir norska höfunda. Við sendum kærar þakkir til frænda okkar í austri.
NánarFjórðubekkingar syngja
Á jólaskreytingadegi Foldaskóla þann 4. desember tóku bekkjarfélagar í 4.- GL sig til; bjuggu til skegg, æfðu dans og sungu jólalagið góða Jólasveinar ganga um gólf. Þetta eru þeir Jónatan Montoro, Elías Valgeir Stefánsson, Alexander Ásgeirsson, Logi Karl Steindórsson og Jóhannes Einar Torfason. Kennari þeirra, Guðbjörg Leifsdóttir, lék undir á píanóið.
NánarJólaleg stund í söng á sal
Síðasta föstudag var jólaleg stund í söng á sal. Hér má sjá Auroru Sigurrós Colodrero í 4. bekk leika á þverflautu jólalagið Yfir fannhvíta jörð eftir Miller og Wells. Kennarinn hennar, Guðbjörg Leifsdóttir, leikur undir á píanó.
NánarSkreytingadagur í Foldaskóla
Í dag var skreytingadagur hjá okkkur í Foldaskóla. Nemendur mættu jólalega klæddir og settu stofurnar sínar í hátíðarbúning. Gamlar bækur urðu að jólatrjám, kassar og greinar að dyraskreytingum og klósettrúllur að snjókörlum. Hugmyndaflugið réði ferðinni, krakkarnir hafa nóg af því, og útkoman frábærar skreytingar eins og meðfylgjandi myndir sýna. Myndir frá skreytingadegi.
Nánar