Skip to content
16 jan'23

Skíðanámskeið 2. bekkur

Í janúar var 2. bekk boðið að koma í skíðakennslu í boði Miðstöðvar útivistar og útikennslu. Farið var út í skíðabrekkuna í Grafarvogi, þar sem starfsmenn tóku á móti og afhentu skíði og viðeigandi búnað. Síðan var hópnum skipt upp og farið í alls konar kennslu. Endað var í lyftunni og nemendur skíðuðu niður. Ferðin…

Nánar
20 des'22

Jólaskemmtun yngsta- og miðstigs

Mikið gekk á þegar jólasveinarnir birtust á jólaskemmtunum í dag með hurðaskellum og látum. Ekki var annað að sjá en nemendur hefðu gaman af og voru jólalögin sungin hátt með öllum þeim látbrögðum sem þeim fylgja.

Nánar
20 des'22

Jólaball unglingastigs

Í gær fengu unglingarnir loksins hefðbundið jólaball að kvöldi eftir 2 ára pásu vegna takmarkana. Ballið hófst á hefðbundnum dansi kringum jólatréð, svo sýndi Skrekkshópurinn jólamyndbandið sitt og loks var dansað við fjölbreytta tónlist sem fyrrum nemendur skólans sáu um að stýra. Ekki var annað að sjá en krakkarnir skemmtu sér vel og öll fóru…

Nánar
19 des'22

Gleði og gaman á aðventunni

Vegna mikils snjófergis og hálku var ljósagangan blásin af í dag. Engu að síður fór yngsta stigið út með vasaljós og söng jólalög auk þess sem nokkrir bekkir fóru í göngu eða leik í snjónum. Aðrir undu sér inni við spil og jólamyndir og allir fengu heitt kakó.

Nánar
19 des'22

Gjöf frá norska sendiráðinu

Í síðustu viku var okkur færð gjöf frá norska sendiráðinu. Um var að ræða bókagjöf sem við viljum þakka innilega fyrir. Gjöf frá norska sendiráðinu

Nánar
09 des'22

4. bekkur sýnir Dýrin í Hálsaskógi

Í vikunni vann 4. bekkur heldur betur leiksigur hér í skólanum með sýningunni Dýrin í Hálsaskógi. Æfingar hafa staðið frá því í haust og mikill metnaður lagður í að gera þetta sem best. Nemendur komu textanum vel frá sér í tali og söng og tóku allir virkan þátt. Þá var öll umgjörðin, búningar og leikmynd,…

Nánar
02 des'22

Jóladagskrá Gufunesbæjar

4.bekkur fór í Gufunesbæ og tók þátt í skemmtilegri jóladagskrá við sem Miðstöð útivistar og útináms býður upp á .  Tekið var á móti hópum í Lundinum útikennslustofu.  Hópurinn fór í jólaratleik og var áherslan lögð á samvinnu og þrautalausnir.  Í lok leikjar fengu þau heitt töfrajólamýslu kakó og kanilsnúð með. Stína stuð sem stýrði…

Nánar
28 nóv'22

Skreytingardagur myndir

Á föstudag var stemning í húsinu því allir tóku sig til og skreyttu húsið með allskonar jólaskreytingum. Myndirnar hér fyrir neðan fönguðu hluta af þeirri stemningu myndir

Nánar