Skip to content
29 maí'20

7. bekkur heim frá Reykjum í dag

Ánægðir nemendur 7. bekkjar lögðu af stað heim frá Reykjum rúmlega 11:00 og við áætlum að þau verði komin um kl. 14:00 hingað til okkar í Foldaskóla.

Nánar
28 maí'20

7. SK vinningshafi í samkeppninni Tóbaks- og rafrettulaus bekkur 2019-2020

Úrslit liggja nú fyrir í samkeppninni Tóbaks- og rafrettulaus bekkur skólaárið 2019-2020 sem haldin er meðal tóbakslausra 7., 8. og 9. bekkja í skólum landsins. Samtals 200 bekkir um allt land tóku þátt í keppninni að þessu sinni. Ánægjulegt er að segja frá því að 7. SK er einn vinningshafa í samkeppninni en bekkurinn sendi…

Nánar
27 maí'20

7. bekkur á Reykjum

Það hefur verið hefð fyrir því í Foldaskóla að 7. bekkur fari í Skólabúðirnar á Reykjum og þar eru þau þessa dagana í góðu yfirlæti. Börnin fá að sleppa hefðbundnu námi og vinna við annars konar verkefni með væntanlegum skólafélögum sínum úr Húsaskóla og Hamraskóla. Það er mikið um íþróttir, minjasafnið er skoðað, stöðvavinna, kvöldvökur,…

Nánar
27 maí'20

Skólahreysti 2020

Meðfylgjandi er dagskrá vegna Skólahreysti 2020 Foldaskóli tekur þátt  í riðli 2 sem fer fram fimmtudaginn 28. maí í Laugardalshöll. Þátttakendur mæta kl. 15:30 en keppni hefst kl. 17:00. Eftirfarandi nemendur taka þátt fyrir hönd Foldaskóla og óskum við þeim góðs gengis: Hilmar Stefánsson Karen Hermannsdóttir Davíð Goði Jóhannsson Júlía Silvía Gunnarsdóttir Við hvetjum nemendur,…

Nánar
20 maí'20

1. bekkur heimsækir Húsdýragarðinn

Í dag fór 1.bekkur í Húsdýragarðinn. Við höfum verið að vinna með íslensku húsdýrin og fórum í námsferð að þeirri vinnu lokinni. Við fræddumst um þau dýr sem komu til landsins með landnámsmönnum og fengum að sjá, klappa og gefa. Börnin voru skólanum til sóma og mikil spenna var að borða sparinesti í Grasagarðinum. Hér…

Nánar
19 maí'20

Sveitaferð á Hraðastaði

Í dag fór 3. bekkur í sveitaferð á Hraðastaði. Þar fengu þau meðal annars að sjá hesta, geitur og kindur. Þau fengu líka að klappa og halda á nýfæddum lömbum og gefa kanínum að borða. Mýs og önnur smádýr vöktu einnig mikla lukku ásamt gömlum traktorum sem þau máttu leika sér í. Nemendur stóðu sig…

Nánar
19 maí'20

Gróðursetningarferð hjá 4. bekk

Skemmtileg ferð sem 4. bekkur fór á vegum GFF (Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs). Farið var að Vífilsfelli og þar tóku börnin  þátt í að rækta upp landið. Veðrið lék við hópinn og allir höfðu gagn og gaman af.

Nánar
18 maí'20

8. bekkur í heimsókn á Listasafn Reykjavíkur

Nemendur í 8. bekk fóru í vettvangsferð á Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús í dag. Þar fékk hópurinn leiðsögn í gegnum sýningar á verkum eftir Erró, Sol LeWitt og Andreas Brunner. Um er að ræða  fjölbreyttar sýningar eftir ólíka listamenn. Unnið var verkefni á staðnum þar sem nemendurnir greindu þessi ólíku verk.

Nánar
18 maí'20

Unicef hlaupið 2020

Unicef hlaupið var haldið í annað skipti í Foldaskóla 15. maí síðastliðinn í frábæru veðri á æfingasvæði Fjölnis.  Ákveðið var að fjölga þátttakendum frá því í fyrra og bæta við nemendum í 4. bekk og voru þátttakendur í ár því um 130 talsins. Kennarar höfðu orð á því að nemendurnir hefðu verið einstaklega duglegir og…

Nánar