Skip to content
26 nóv'21

Skreytingadagur 2021

Í dag var árlegur skreytingadagur hér í Foldaskóla og venju samkvæmt mikil gleði. Nemendur (og starfsfólk) skemmtu sér vel við að koma skólanum í jólabúning fyrir aðventuna. Hér má sjá myndir frá deginum  

Nánar
22 nóv'21

Áberandi í umferðinni

Það var gaman að sjá gagnsemi endurskinsmerkja á skólalóðinni okkar í morgun. Nemendur eru margir hverjir mjög sýnilegir og meðvitaðir um það öryggi sem endurskinið veitir. Í dag var sendur póstur á foreldra/forráðamenn með upplýsingum um notkun endurskinsmerkja eins og gert hefur verið í nóvember síðustu ár. Við hlökkum til að sjá enn fleiri endurskinsmerki…

Nánar
18 nóv'21

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember

Þann 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur hér í Foldaskóla. Hefð er fyrir því að nemendur skoði ýmsa króka og kima tungumálsins þennan dag enda af nógu að taka. Eflaust hafa einhverjir reynt að feta í fótspor Jónasar Hallgrímssonar með nýyrðasmíð og kveðskap en dagurinn er einmitt haldinn á afmælisdegi skáldsins. Það bætast…

Nánar
16 nóv'21

Starfsdagur 17. nóvember

Við viljum minna á að miðvikudaginn 17. nóvember er starfsdagur í Foldaskóla. Nemendur mæta því ekki í skólann þann dag. On Wednesday November 17th there will be an organizational day in Foldaskóli. Therefore students will not attend school that day.

Nánar
15 nóv'21

Gunnar Helgason les upp fyrir yngsta- og miðstig

Gunnar Helgason kom í óvenjulega ,,heimsókn“ til nemenda í dag, þ.e. í gegnum Google Meet kerfið. Vegna harðnandi samkomutakmarkana varð okkur ljóst í morgun að takmarkanir yrði brotnar. Þá voru góð ráð dýr og hausinn lagður í bleyti og út kom þessi hugmynd að senda út í stofurnar þessum upplestri.

Nánar
03 nóv'21

Skáld í skólum á yngsta- og miðstigi

Skáld í skólum á yngsta- og miðstigi Rithöfundarnir Blær Guðmundsdóttir og Hilmar Örn Óskarsson komu í heimsókn á yngsta stig. Þau brugðu upp myndum og textum úr barnabókum þar sem leikið er með orð á einfaldan og áhrifaríkan hátt. Nemendur hlustuðu af athygli og skemmtu sér vel. Rithöfundarnir Sverrir Norland og Kristín Ragna Gunnarsdóttir gerðu…

Nánar
02 nóv'21

Skrekkur í kvöld

Í kvöld keppa nemendur úr 9. og 10. bekk Foldaskóla í Skrekk, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Keppnin hefst kl. 20 og verður sýnd í beinni útsendingu á heimasíðu UngRÚV  Við hvetjum ykkur öll til að kveikja á útsendingunni og horfa saman á þetta flotta atriði sem krakkarnir okkar hafa lagt mikla vinnu í frá…

Nánar
29 okt'21

Hrekkjavakan 2021

Um gangana fóru ýmsar kynjaverur þennan föstudaginn. Reynt var að fanga dýrðina en því miður náðist ekki í alla í myndatökur. Þessir hér náðust þó á mynd Myndir frá hrekkjavökunni

Nánar