Skip to content
22 sep'21

Frímínútur

Eins og sjá má á myndunum fannst yngstu nemendum skólans ekki leiðinlegt þegar snjórinn birtist skyndilega í dag.

Nánar
22 sep'21

Lestrardrekinn

Í gær var sett af stað lestrarátak í skólanum sem vera mun í gangi fram í janúar þegar næsta lesfimikönnun  verður lögð fyrir nemendur.  Allur skólinn mun taka þátt bæði nemendur og starfsmenn og skráð verður niður blaðsíðufjöldi sem hver og einn les ásamt fjölda bóka og unnið verður eitthvað með tölfræðina í framhaldi. Skráningar…

Nánar
21 sep'21

Appelsínugul veðurviðvörun

Í dag er appelsínugul veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma þegar börn eru á leið heim úr skóla. Við viljum því minna á leiðbeiningar vegna röskunar á skólastarfi, sjá nánar hér Við hvetjum forráðamenn til að fylgjast vel með fréttum af veðri í dag og fara varlega.

Nánar
17 sep'21

Dagur íslenskrar náttúru

Nemendur í 7. bekk voru að vinna að skemmtilegum verkefnum í tengslum við dag íslenskrar náttúru sem eru í formi skráninga í verkefninu göngum í skólann. Hér má sjá afraksturinn

Nánar
14 sep'21

Nemendur Foldaskóla taka þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ

Föstudaginn 10. september fór fram hið árlega Ólympíuhlaup ÍSÍ hjá okkur í Foldaskóla. Nemendur af yngsta stigi fóru 2,5 km nema 4. bekkur mátti velja um að fara 2,5 eða 5 km og voru nokkur sem völdu að fara lengri vegalengdina. Nemendur á miðstigi og unglingastigi fóru 5 km en nemendur á unglingastigi máttu velja…

Nánar
09 sep'21

Ólympíuhlaupið föstudaginn 10. september

Nemendur Foldaskóla taka þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ föstudaginn 10. september. Hlaupið fer fram kl. 9:50 en að öðru leyti er um hefðbundinn skóladag að ræða. Íþróttir falla niður hjá 9. og 10. bekk og mæta þeir nemendur beint í hlaupið.

Nánar
17 ágú'21

Skólasetning 2021

Skólinn verður settur mánudaginn 23. ágúst. Þá mæta nemendur í bekkjarstofur hjá umsjónarkennara á eftirfarandi tíma án forráðamanna: 9.-10. bekkur kl. 9 2.-4. bekkur kl. 10 5.-7. bekkur kl. 11 8. bekkur kl. 11:30 Umsjónarkennarar munu boða nemendur í 1. bekk og nýja nemendur á fund með forráðamönnum. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24.…

Nánar
18 jún'21

Sumarleyfi

Starfsfólk Foldaskóla þakkar nemendum og foreldrum fyrir samstarfið á skólaárinu. Skrifstofa skólans opnar að afloknu sumarleyfi fimmtudaginn 5. ágúst nk. Skólasetning er 23. ágúst og setjum við inn dagskrá í haust. Njótið sumarfrísins og munið að æfa lesturinn 🙂    

Nánar
14 jún'21

Víkingar í 5. bekk

Á vorönn hafa nemendur í 5. bekk verið að lesa og læra um víkinga.  Við höfum fræðst meðal annars um siglingar og líf fólks frá þeim tíma þegar verið var að nema land á Íslandi.  Það var því tilvalið að skoða Landnámssýninguna sem er í miðbæ Reykjavíkur. Þar fengum við innsýn inn í þessa veröld,…

Nánar
10 jún'21

Óskilamunir

Hægt verður að nálgast óskilamuni fyrir framan skrifstofu skólans á morgun, föstudaginn 11. júní, kl. 10-14 og mánudaginn 14. júní á sama tíma. Spritt verður á staðnum en óskað eftir að fólk mæti með grímur. Endilega kíkið við ef þið saknið einhvers.

Nánar