Skip to content
23 sep'22

Söngur á sal

Hefð er fyrir því í Foldaskóla að nemendur á yngsta stigi komi saman á sal og syngi saman.  Í dag var í fyrsta sinn söngur á sal á þessu skólaári þar sem nemendur sungu m.a. um stafrófið, vikudagana og mánuðina auk skólasöngsins. Allir nemendur tóku virkan þátt og stóðu sig með prýði.

Nánar
19 sep'22

Dagur íslenskrar náttúru 16. september

Skólastofan var færð út í náttúruna í tilefni dagsins hjá 4. bekk.  Krakkarnir mættu á reiðhjólum þar sem að þau notuðu eigið vélarafl (enginn á rafmagni) og hjóluðu 12 km leið um Grafarvoginn.  Stoppað var með reglulegu bili til að skoða það sem náttúran og menningin hér hafa upp á að bjóða.  Enduðum við svo…

Nánar
12 sep'22

Ólympíuhlaup ÍSÍ 9. september 2022

Ólympíuhlaup ÍSÍ er orðinn árlegur viðburður í skólastarfinu og hluti af verkefnum heilsueflandi skóla. Markmiðið er að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Við vorum ekki eins heppin með veðrið í dag og undanfarið þegar hlaupið fór fram en engu að síður hlupu eða gengu nemendur…

Nánar
07 sep'22

Haustkynningarfundir 2022

Fyrstu vikurnar í september standa yfir haustkynningarfundir fyrir foreldra/forsjáraðila þar sem farið er yfir ýmislegt sem snertir skólagöngu barnanna og áætlun vetrarins. Við hvetjum foreldra/forsjáraðila til að taka frá tíma og sækja þessa fundi. bekkur 8. september kl. 17-18 bekkur 12. september kl. 8:10-8:50 bekkur 16. september kl. 8:10-8:50 bekkur 12. september kl. 15-15:30 bekkur…

Nánar
06 sep'22

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Næstkomandi föstudag þann 9. september 2022 fer fram Ólympíuhlaup ÍSÍ í Foldaskóla. Póstur um fyrirkomulag hefur verið sendur á forsjármenn.    

Nánar
10 jún'22

Vorhátíð Foldaskóla 7. júní

Vorhátíð var í Foldaskóla 7. júní hjá öllum stigum þar sem áherslan var á félagslega þáttinn.  Á dagskránni var gönguferð upp á Úlfarsfell hjá yngsta stigi, íþróttahátíð  hjá miðstigi og stöðvavinna á unglingastigi. Deginum lauk með pylsuveislu og bauð foreldrafélagið upp á ís og skemmtiatriði frá Sirkus Íslands. Hér má sjá  myndir frá deginum.

Nánar
09 jún'22

Útskrift 10. bekkjar 2022

Þriðjudaginn 7. júní voru 70 nemendur 10. bekkjar útskrifaðir við hátíðlega athöfn í Grafarvogskirkju. Skólastjóri ávarpaði útskriftarnemendur og gesti og hið sama gerðu tveir útskriftarnemenda með glæsibrag. Þá fluttu nokkrir útskriftarnemendur tónlistaratriði ásamt því að viðurkenningar voru veittar fyrir góða ástundun og námsárangur, framfarir í námi og félagsstörf áður en vitnisburður var afhentur. Það var…

Nánar
08 jún'22

Íþróttahátíð miðstigs

Í dag, 7. júní var íþróttahátíð 4.-7. bekkjar haldin og kepptu nemendur í fjölbreyttum íþróttagreinum, s.s. upphífingum, brennibolta, kaðlaklifri, fótbolta, sundi og fleiru. Líf og fjör einkenndi hátíðina og hreppti 7. KG 1. sætið. 5. AGG varð í öðru sæti og 6. RB í 3.sæti. Myndir

Nánar