Skip to content
12 okt'20

Samráðsdagur í Foldaskóla

Við viljum minna á að á morgun, þriðjudaginn 13. október er samráðsdagur nemenda, forráðamanna og kennara. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður dagurinn í Foldaskóla með öðru sniði en venjulega og verða samtölin tekin í síma eða gegnum fjarfundabúnað.  Nemendur mæta ekki í skólann þennan dag.

Nánar
09 okt'20

Netskákmót

Skóla- og frístundasvið ætlar að bjóða uppá netskákmót fyrir alla krakka á grunnskólaaldri á laugardögum kl. 11:00. Við hvetjum ykkur til að benda ykkar börnum á að taka þátt á skákmótunum. Hér eru skrefin sem þarf að fara í gegnum til þess að taka þátt: 1.    Búa til aðgang á www.chess.com (frítt) 1.    Gerast meðlimur í hópnum…

Nánar
09 okt'20

Bleikur, bleikur dagur

Bleikur dagur næsta föstudag. Skemmtilegt verkefni fyrir helgina að fara í gegnum allt bleikt á heimilinu

Nánar
08 okt'20

Íþróttir og sund til 19. október

Næstu tvær vikur eða til og með 19. október er öll íþróttakennsla utandyra og sund fellur niður.  Nemendur þurfa að vera klæddir eftir veðri og mæta á „battavöllinn“ á lóð Foldaskóla þar sem íþrótta- og sundkennarar taka á móti þeim.

Nánar
07 okt'20

Fréttir úr heilsuviku

Í heilsuviku Foldaskóla voru ýmis skemmtileg verkefni unnin sem tengjast heilsu og líðan. Á miðstigi tóku nemendur þátt í verkefninu Göngum í skólann, rætt var um geðorðin tíu og geðheilbrigði og unnin verkefni sem því tengjast. Umræður voru um mikilvægi svefns og uppbyggileg samskipti og nemendur fóru í slökun. Þeir komu með ,,tónlist vikunnar“, dönsuðu…

Nánar
05 okt'20

Vinsamlega athugið! Íþróttir í Dalhúsum – sundtímar

Að höfðu samráði við neyðarstjórn Reykjavíkurborgar hefur verið ákveðið að fella niður sundkennslu í almenningssundlaugum næsta hálfa mánuðinn eða til og með föstudeginum 16. október og tekur þessi ákvörðun gildi á morgun, þriðjudaginn 6. október.  Ákvörðun þessi er tekin í ljósi þess að í almenningslaugum eru nemendur í miklu návígi við aðra einstaklinga, bæði börn…

Nánar
01 okt'20

Heilsudagar í 2. bekk

Í tilefni heilsudaga fór 2.bekkur m.a. í Yoga og slökun. Flestir nemendur voru ánægðir með uppákomuna og til i að reyna aftur í vetur. Í framhaldi var farið i heilsunammikúlugerð og vakti það mikla lukku. Hér má sjá myndir af þessu.

Nánar
30 sep'20

Gjöf til Foldaskóla

Á síðasta skólaári fékk 7. SK peningagjöf í verðlaun í samkeppninni Tóbaks- og rafrettulaus bekkur sem haldin er meðal tóbakslausra 7., 8. og 9. bekkja í skólum landsins. Samtals 200 bekkir um allt land tóku þátt í keppninni þá. Bekkjarfulltrúar 7. SK skipulögðu skemmtidagskrá með bekknum í lok sumars. Ákveðið var að verja þeim peningum…

Nánar
23 sep'20

Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar

Foldaskóli fékk á dögunum styrk frá Forriturum framtíðarinnar til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu. Styrkurinn var nýttur til að kaupa Osmo tæki sem er margverðlaunað leikja- og kennslutæki fyrir iPad sem þróa skilningarvitin, hreyfifærnina og rökhugsun.  Tækin verða notuð á yngsta stigi. Osmo tækin virka þannig að skynjari er settur á iPadana…

Nánar