Skip to content
16 maí'22

Unicef hlaup yngsta stigs föstudaginn 13.

Á föstudaginn 13. hlupu nemendur á yngsta stigi 1.-4. bekk svokallað Unicef hlaup í blíðskaparveðri. Samtals hlupu nemendur 375km. Hér er aððgangur að einstökum myndum sem teknar voru við þetta tækifæri.      

Nánar
13 maí'22

Sveitaferð 3. bekkjar

Fimmtudaginn 12. maí fór þriðji bekkur í sveitaferð á Hraðastaði. Veðrið lék við okkur og nutum við okkar í návist dýranna. Myndir

Nánar
13 maí'22

Vorfagnaður Foldaveri

Vorfagnaður var hjá nemendum í Foldaveri sem er sérdeild innan skólans. Glæsileg erindi voru flutt og má þar nefna fræðsluefni um Evrópu, söngur og rappað ljóðið eftir Þórarinn Eldjárn (Bókagleypir), kynning á myndlist ásamt skemmtilegu lokaatriði þar sem dansað var við Macarena lagið. Boðið var upp á veitingar á eftir fyrir foreldra og aðra gesti…

Nánar
06 maí'22

Vor í lofti

Nemendur nýttu góða veðrið til leikja og samveru í morgun. Leikjavinir af miðstigi stóðu sína vakt í frímínútum þar sem þeir virkja yngri nemendur með sér í leiki. Með verkefni leikjavina fá eldri nemendurnir tækifæri til að vera góð fyrirmynd og þeir yngri læra hvernig hægt er að nýta skólalóðina ásamt því að geta gengið…

Nánar
03 maí'22

Skólahljómsveit Grafarvogs í heimsókn

Skólahljómsveit Grafarvogs B sveit kom og spilaði fyrir nemendur í 3. og 4. bekk.  Auk þess fengu nemendur kynningu á þeim hljóðfærum sem spilað var á. Nemendur Foldaskóla hlustuðu og voru góðir áheyrendur auk þess sem þeir tóku þátt þegar við átti.

Nánar
26 apr'22

6. bekkur kannar umhverfið.

Í tilefni afmælisdags grænfánans 25.apríl fóru nemendur í 6.bekk í náttúrukönnunarleiðangur. Verkefnið var í Bingóformi þar sem nemendur áttu að leysa þrautir tengdar náttúrinni og umhverfisvitund.  T.d. áttu þau að tína óþarfa rusl sem var á vegi þeirra, finna fjölbreyttar fuglategundir, leita eftir fyrsta blómstrandi blóminu og skoða hvaða trjátegundir eru byrjaðar að bruma. Einnig…

Nánar
25 apr'22

1. sæti í Stóru upplestrarkeppninni

Í dag var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í hverfinu okkar haldin í Grafarvogskirkju. Fulltrúar Foldaskóla að þessu sinni voru þær Lena Guðrún Pétursdóttir og Ragnheiður Ósk Kjartansdóttir í 7.KG. Stelpurnar stóðu  sig afar vel en Ragnheiður Ósk gerði sér lítið fyrir og hreppti 1. sætið. Við  erum að vonum afar stolt af stelpunum og óskum Ragnheiði…

Nánar
25 apr'22

25. apríl afmælisdagur Grænfánans

Afmælisdagur Grænfánans er í dag 25. apríl.  Af því tilefni fór 4. bekkur út og skoðaði náttúruna umhverfis skólann.  Einnig bjuggu nemendur til andlitsmyndir úr náttúrulegum hráefnum. Hér má sjá myndir af afrakstrinum.

Nánar