Skip to content
31 mar'20

2. apríl Dagur barnabókarinnar

Í tilefni af degi barnabókarinnar sem haldinn er á fæðingardegi H.C Andersens 2. apríl verður smásagan Haugurinn eftir Gunnar Theodór Eggertsson frumflutt á Rás 1 svo að öll þjóðin getur lagt við hlustir. Gunnar Theodór verður gestur Sigurlaugar M. Jónasdóttur í þættinum Segðu mér fimmtudaginn 2. apríl og sagan verður jafnframt flutt í þættinum sem…

Nánar
31 mar'20

Úr skólastarfinu

Það flókna ástand sem nú ríkir í samfélaginu hefur óhjákvæmilega haft áhrif á skólastarfið undanfarið. Í 1. bekk hefur engu að síður margt verið gert til að halda dögunum í rútínu hjá börnunum eða eins og hægt er. Tekin hefur verið sú stefna að nota lausblöð/ljósrit ásamt öðrum verkefnum svo að allir séu um það…

Nánar
27 mar'20

177 grunnskólabörn tefldu á netskákmóti

Netskákmótið sem skákkennarar á Íslandi og íslensk skákhreyfing stóðu fyrir í samstarfi við Skóla- og frístundasvið tókst frábærlega og er gaman að segja frá því að Guðlaugur Heiðar Davíðsson í 7. bekk lenti í 2. sæti í flokki Reykjavíkur sem hafði yfir 100 keppendur. Hér er frétt af mótinu Mótin verða tvisvar sinnum í viku…

Nánar
25 mar'20

Netskákmót

Næstu vikurnar standa skákkennarar á Íslandi og íslensk skákhreyfing fyrir netskákmótum fyrir börn á grunnskólaaldri, í samstarfi við Skóla- og frístundasvið. Viljum við með þessu koma til móts við þau börn sem eru í íþróttum og tómstundum sem liggja niðri. Þátttaka í mótunum er ókeypis og eru allir hvattir til þess að taka þátt. Sókn…

Nánar
24 mar'20

Lestrarátak Foldaskóla í fullum gangi – lýkur 27. mars

Minnum á að lestrarátakinu okkar lýkur föstudaginn 27. mars. Nemendur hafa verið duglegir við lesturinn og í skólanum má sjá afraksturinn í formi veifa úr endurunnum pappír. Það er ekki síst gaman að sjá hversu iðin börnin eru við lesturinn í því síbreytilega og flókna ástandi sem nú ríkir í samfélaginu. Hann veitir án efa…

Nánar
20 mar'20

NÝTT skipulag fyrir skólahald 23.-27. mars

Þá er komið nýtt skipulag fyrir skólahald í Foldaskóla vikuna 23.-27. mars. Skipulagið var einnig sent foreldrum í pósti í dag. Vinsamlega kynnið ykkur afar vel. Mikilvægt er að börnin mæti á réttum tíma.

Nánar
16 mar'20

Skólahald í Foldaskóla 17.-20. mars

Fordæmalausar aðstæður í samfélaginu kalla á breytt skipulag grunnskólastarfs sem mun hafa talsverð áhrif á skólastarf Foldaskóla. Grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum að þeim skilyrðum uppfylltum að ekki séu fleiri en 20 nemendur í kennslu í sömu stofu og að nemendur blandist ekki milli hópa. Jafnframt skulu…

Nánar
15 mar'20

Starfsdagur 16. mars

Mánudaginn 16. mars verður starfsdagur í Foldaskóla. Unnið verður að skipulagningu verkefna sökum röskunar á skólastarfi vegna Covid-19. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag starfsins munu berast foreldrum/forráðamönnum 16. mars.

Nánar