Skip to content
23 jan'20

Gul viðvörun

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu til klukkan 15:00 í dag, fimmtudag 23. janúar. Mælt er með því að foreldrar og forráðamenn barna yngri en 12 ára sæki börn sín í lok skóla- og frístundastarfs, meðan gul viðvörun er í gildi. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. A…

Nánar
22 jan'20

Bóndadagur 24. janúar

Föstudaginn 24. janúar er bóndadagur og þá gengur þorrinn í garð. Af því tilefni ætlum við í Foldaskóla að draga fram lopapeysurnar í allri sinni dýrð. Síðar, stuttar, renndar, hnepptar, gamlar eða nýjar skiptir ekki máli. Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að mæta í lopapeysum, lopakjólum, lopapilsum eða bara lopasokkum. 😊 Hlökkum til!

Nánar
21 jan'20

Nýjung á unglingastigi

Nýlega tók Foldaskóli Chromebooks tölvur í notkun á unglingastigi og hafa nemendur í 10. bekk meðal annars nýtt þær í að útbúa skyggnusýningar fyrir framsagnarverkefni í íslensku. Tölvurnar hafa reynst mjög vel og hafa bæði kennarar í íslensku og dönsku nýtt þær í verkefnavinnu eftir áramót. Óhætt er að segja að nemendur taki þessari nýjung…

Nánar
16 jan'20

Leikjavinir

Leikjavinaverkefnið hófst í Foldaskóla á síðasta skólaári og óhætt er að segja að leikjavinir standi sig vel í að virkja og leika við krakkana í frímínútum, aðstoða þau og veita þeim félagskap. Ýmislegt hefur verið brallað og eins og gefur að skilja hefur snjórinn spilað stórt hlutverk í frímínútum undanfarið. Krakkarnir hafa til dæmis verið…

Nánar
10 jan'20

Gaman í dag

Eins og svo oft áður skemmtu nemendur á yngsta stigi sér á Söng á sal. Meðal annars fóru nemendur 4. GL með þuluna Nautamál á nýársnótt eftir Kristján Hreinsson. Þá er gaman að segja frá því að eftir þessa óveðursviku nutu börnin þess að leika sér úti í snjónum í dag. Við óskum ykkur öllum…

Nánar
20 des'19

Jólaskemmtanir

Þessum síðasta skóladegi í Foldaskóla á þessu skólaári lauk með jólaskemmtun yngsta og miðstigs. Skemmtileg leik- og söngatriði voru sýnd og jólasveinar komu í heimsókn á jólaball. Nemendur og starfsfólk nutu skemmtunarinnar og allir fóru glaðir heim í jólafrí. Hér eru myndir.

Nánar
20 des'19

Rausnarleg gjöf frá foreldrafélagi Foldaskóla

Á dögunum afhenti foreldrafélag Foldaskóla skólanum góða gjöf sem á svo sannarlega eftir að koma að góðu gagni við íþróttakennsluna í skólanum og er frábær viðbót við tækjakostinn þar. Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

Nánar