Fræðslufundur í kvöld 9. janúar

Foreldrar 7. bekkinga! 
Er barnið klárt fyrir unglingsárin? Hvað með ykkur foreldrana?
Minnum á fræðslufundinn í kvöld kl. 17:00.
Er ennþá tækifæri fyrir foreldra til þess að styrkja enn frekar þann öryggisramma sem við viljum hafa í kringum börnin okkar?
Forvarnarfræðslan, starf sem býr yfir 17 ára reynslu af forvarnarstarfi úr Forvarnarfræðslu Magga Stef og Marítafræðslunni, býður upp á fræðslustund fyrir ykkur foreldra og forráðamenn í Foldaskóla um þessi málefni þann 9. janúar kl. 17:00. Fundurinn stendur í 120 mínútur og þar munum við skoða:
 
● Uppeldistengd málefni: gildi, hefðir og venjur
● Hvernig við styrkjum tilfinningagreind og sjálfstraust barna
● Hvernig við getum rætt við börnin okkar um hluti eins og:
○ tóbak (sígarettur, munntóbak og veip - rafrettur) 
○ áfengi (bjór, vín og landi) 
○ kannabisefni (hass/gras/weed/vax/olía)
○ netnotkun (samfélagsmiðlar og tölvuleikir)
 
Sjáðu hvað aðrir foreldrar hafa sagt um þessa fræðslu HÉR
Fyrirlesari: Magnús Stefánsson, fjölskylduráðgjafi ICADC/ICPS
Facebook: Forvarnarfræðslan - Tölvupóstfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - Sími: 897-1759
Uppfræddir og meðvitaðir foreldrar eru besta forvörn sem völ er á og rannsóknir sýna að unglingar taka mark á því sem foreldrar þeirra segja. Þess vegna er mikilvægt að foreldrar séu virkir í umræðunni og taki fullan þátt í að fræða unglingana sína.
Það þarf heilt þorp til þess að ala upp eitt barn
Allir foreldrar/forráðamenn hjartanlega velkomnir.

Prenta |