Eiga allir að vera eins?

Forvarnarfræðsla Magga Stef býður upp á fræðslustund, sem stendur í 80 mínútur, í Foldaskóla mánudaginn 7. janúar 2019 kl. 8:10-9:30 fyrir 5. bekk og foreldra/forráðamenn þeirra.

Sjáðu hvað aðrir foreldrar hafa sagt um þessa fræðslu: http://maggistef.is/index.php/um-maggistef

Á þessum fundi munum við skoða saman með börnunum spurninguna: „Eiga allir að vera eins?“

Einnig ræðum við með börnunum:

 • Heilbrigðan lífsstíl, mikilvægi markmiðasetningar og notkun tölva og snjalltækja.
 • Síðan fara börnin með kennaranum sínum og foreldrarnir sitja áfram og rætt verður:
 • Uppeldistengd málefni
 • Hvort hægt sé að "bólusetja" börn gegn óæskilegum áhrifum og áhrifagirni
 • Af hverju það skiptir máli að foreldrar séu með samráð sín á milli,
 • Tilfinningagreind og sjálfstraust barna,
 • Net- og tölvunotkun,
 • Snapchat, Musical.ly og fleira.

ATH foreldrar!

Þó að hluta tímans sé varið með börnunum, þá er þessi fundur aðallega hugsaður sem fræðslustund fyrir foreldrana.

Ágrip úr ferilskrá fyrirlesarans Magnúsar Stefánssonar.

Menntun:

 • Fjölskylduráðgjafi ICADC 2005.
 • Áfengis- og vímuefnaráðgjafi ICADC 2005.
 • Forvarnaráðgjafi ICPS IC&RC 2009.
 • Þjálfari hjá Dale Carnegie 2017
 • Hugræn endurforritun CPTF/Dip.CH/ST Cert. 2016

Uppfræddir og meðvitaðir foreldrar eru besta forvörn sem völ er á og þess vegna er mikilvægt að foreldrar mæti, séu virkir í umræðunni og taki fullan þátt í því að fræða börnin sín.

Það þarf heilt þorp til þess að ala upp eitt barn

Kær kveðja,

Magnús Stefánsson

Póstfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Vefsíða: maggistef.is / magnusstef.is

Facebook síða: Forvarnarfræðsla Magga Stef

Prenta |