Bros í bekki 😊 Grænfáninn og Heilsueflandi skóli

IMG 7616Fulltrúar nemenda í Umhverfis- og heilsuráði Foldaskóla hafa verið með jafningjafræðslu um Grænfánann og Heilsueflandi skóla á yngsta- og miðstigi.
Á þessum stigum geta bekkir m.a. unnið sér inn 10 umhverfis- og heilsubros: flokkunar-, hollustu-, margnota-, rafhlöðu-, orku-, göngu-, verkefna-, snaga- og endurskinsbros. Þegar bekkur hefur náð 10 brosum fær hann medalíubrosið.
Umsjónarkennari hjálpar nemendum við að ná sér í brosin en heimilin koma líka sterk inn t.d. með endurskinsmerki, margnota umbúðir, hollt nesti, ganga í skólann og jákvæð viðhorf.
3. ERV var fyrstur til að ná medalíubrosinu í vetur.

Prenta |