Dagskrá unglingadeildar í desember 2018

jólamynd

Síðasti kennsludagur unglingastigs fyrir jól er miðvikudagurinn 19. desember. Kennt verður samkvæmt stundatöflu frá kl. 8:10 - 9:30. Klukkan 9:50 fara nemendur skólans, ásamt starfsfólki, í Grafarvogskirkju þar sem við munum eiga saman notalega stund og njóta þess að syngja saman jólalög og hlusta á tónlistaratriði. Eftir það mæta nemendur í umsjónarstofu þar sem hefðbundin kennsla verður lögð til hliðar og umsjónarkennarar skipuleggja stund með bekknum sínum. Leyfilegt er að taka með sér gos, smákökur eða sælgæti þennan dag á stofujólin, þó í hófi.

Jólaskemmtun unglinganna verður haldin í skólanum sama dag. Hún hefst kl. 20:00 og stendur til kl. 22:00. Skemmtunin hefst á því að við dönsum í kringum jólatré en eftir það verður dansleikur. Ætlast er til þess að allir nemendur taki þátt í jólaskemmtuninni.

Fimmtudaginn 20. desember verða nokkrir nemendur unglingastigs fengnir til að aðstoða við jóladagskrá yngri nemenda. Aðrir unglingar eru komnir í frí enda jólaskemmtun lokið kvöldið áður.

Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá föstudaginn 4. janúar 2019.

Með ósk um gleðilega hátíð!

Kennarar og starfsfólk unglingadeildar

Prenta |