Dagur íslenskrar tungu

IMG 6759 2Á degi íslenskrar tungu var mikið um að vera á yngsta og miðstigi. Nemendur yngsta stigs kynntu Jónas Hallgrímsson og tóku þátt í söng á sal þar sem þeir sungu bæði gamla og nýja íslenska söngva.  5. HR kynnti síðan Jónas Hallgrímsson fyrir þeim.  Óhætt er að segja að við eigum efnilega upplesara og söngvara hér í skólanum. Ævar vísindamaður kom í heimsókn á miðstig og las fyrir nemendur úr bókinni sinni Þitt eigið tímaferðalag. Börnin í 5. bekk skruppu síðan í leikskóla í hverfinu og lásu fyrir elstu nemendur þeirra. Í 4. bekk var Litla upplestrarkeppnin kynnt og Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk. Nemendur bekkjanna taka þátt í keppninni í vetur og voru spenntir að byrja að æfa sig. Þetta og margt fleira skemmtilegt var gert í Foldaskóla í dag.

Prenta |