Gengið á Úlfarsfell

43119269 2206442892976897 964285110742417408 nÍ dag gekk 2.- 4. bekkur Foldaskóla á Úlfarsfell. Þetta er liður í heilsueflandi starfi skólans og vorum við klára heilsuviku. Nemendurnir voru skólanum aldeilis til sóma, allt fór vel fram, þeir gengu fallega um landið sitt og allir fóru á toppinn og niður aftur. Þeir sem komust upp fengu viðurkenningu á toppnum fyrir að leggja sig vel fram. Veðrið lék við okkur, sólin skein og vindurinn var ekki að flýta sér í þetta skiptið. Ferðin var eins og best varð á kosið og þökkum við nemendum og starfsfólki fyrir frábæra ferð – hlökkum til að endurtaka fjallgönguna að ári.

Prenta |