Skemmtilegur fyrirlestur

fyrirlÞað er ekki síður mikilvægt að huga að andlegu heilsunni en þeirri líkamlegu. Við fengum því góðan gest til okkar í heilsuvikunni til að fjalla um jákvæð samskipti, Pálmar Ragnarsson fyrirlesara og körfuboltaþjálfara, en hann talaði bæði við starfsfólk skólans og svo nemendur í 5.-10. bekk. Pálmar fjallaði á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta út úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum. Tók hann dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærði á skólastarfið og skólann sem vinnustað. Pálmar er menntaður í sálfræði og viðskiptafræði en í meistaranámi sínu gerði hann einmitt rannsókn á samskiptum á vinnustöðum á Íslandi. Það er sérlega ánægjulegt að segja frá því að nemendur okkar fengu sérstakt hrós frá Pálmari eftir fyrirlestrana (þeim var skipt í þrjá hópa) fyrir að vera góðir áhorfendur. Við vitum hversu flottan hóp við eigum og skemmtilegt að fá hrós frá fleirum. Bæði nemendur og starfsfólk höfðu gagn og gaman af fyrirlestrinum, jákvæð samskipti og viðhorf skipta höfuðmáli svo að okkur líði öllum vel í skólanum. Munum svo að hrósa.

Prenta |