Ólympíuhlaup ÍSÍ

Næstkomandi fimmtudag þann 13.september fer fram Ólympíuhlaup ÍSÍ (nýtt nafn á Norræna skólahlaupinu) í Foldaskóla.

Nemendur í 8.-10. bekk leggja af stað kl. 10:00 og hlaupa 5 km en hafa val um að hlaupa 10 km og láta þá umsjónarkennara vita fyrir hlaupið. Þeir sem ekki geta hlaupið (hafa leyfi eða vottorð) fá sérstök vesti og aðstoða yngri nemendur.

Nemendur í 4.-7. bekk fara af stað kl. 10:05. Í 5.-7.bekk eiga allir að fara 5 km en í 4. bekk fá nemendur að velja um 2,5 eða 5 km. Þeir nemendur í 4. bekk sem fara 5 km þurfa að láta kennara vita fyrir hlaupið.

Nemendur í 1.-3. bekk fara í fylgd kennara kl: 10:10. Vegalengdin er 2,5 km.

Nemendur þurfa að huga að skóbúnaði. Bað- og búningsaðstaða er fyrir 4.-10. bekk í íþróttahúsi. Að öðru leyti verður skóli samkvæmt stundaskrá þennan dag.

Prenta |