Fundarboð foreldrafélagsins

Til allra foreldra og forráðamanna barna í Foldaskóla
Aðalfundur foreldrafélags Foldaskóla verður haldinn þriðjudaginn 18. september kl. 20:00 – 21:30 í Foldaskóla.
 
Dagskrá:
1) Aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins 
a) Skýrsla stjórnar 
b) Skýrsla fulltrúa foreldra í skólaráði
c) Ársreikningur félagsins
d) Kosning í stjórn félagsins og kosning formanns 
2) Önnur mál
 Léttar veitingar í boði
 Félagið óskar eftir nokkrum fulltrúum foreldra í stjórn og kjósa þarf formann. Sérstaklega er óskað eftir fulltrúum foreldra úr Hamrahverfi og Húsahverfi. Áhugasamir eru hvattir til að bjóða sig fram. Komist viðkomandi ekki á fundinn má senda póst á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og tilkynna framboð.
 Við hvetjum alla sem hafa áhuga á mótun foreldrasamstarfs að mæta á aðalfundinn og kynnast starfi foreldra innan skólans. 
 Foreldrar/forráðamenn nýrra nemenda í Foldaskóla eru sérstaklega boðnir velkomnir.
 
Stjórn foreldrafélags Foldaskóla
Minnum á að allir viðburðir félagsins eru auglýstir á heimasíðu skólans og póstur sendur á foreldra/forráðamenn í gegnum Mentor. 
 

Prenta |