Skólasetning 2018

Nú líður að því að skólastarf hefjist haustið 2018. Eins og þið hafið vonandi öll fengið upplýsingar um þá hefur orðið breyting á skipuriti skólans. Bára Jóhannsdóttir hefur tekið við keflinu og mun stýra skólanum í vetur með Kristrúnu Guðjónsdóttir sér við hlið. Sigrún Jónatansdóttir verður áfram deildarstjóri stoðþjónustunnar en Þórgunnur Stefánsdóttir tekur að sér að deildarstjórn í 1.-7. bekk og Hulda María Magnúsdóttir í 8.-10. bekk.

Skólasetning verður á sal skólans miðvikudaginn 22. ágúst. Skólastjóri tekur á móti nemendum á sal en síðan er farið í stofur með umsjónarkennurum.

  • 8. – 10. bekkur kl. 9:00
  • 5. – 7. bekkur kl. 10:00
  • 2. – 4. bekkur kl. 11:00

Nemendur í 1. bekk verða boðaðir sérstaklega í viðtal.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst.

Námsgögn verða nemendum að kostnaðarlausu í Reykjavík frá og með vetrinum 2018-2019 og verða því engir innkaupalistar birtir. Nemendur koma áfram með skólatösku, íþrótta- og sundföt.

Með kveðju og  ósk um ánægjulegt og árangursríkt samstarf á komandi vetri,
skólastjórnendur

Prenta |