Heimsókn í hús skáldsins

IMG 6673Nemendur í 5. bekk fóru að Gljúfrasteini föstudaginn 25. maí og þótti heimsóknin takast mjög vel. Nemendur fengu að kynnast ævi og störfum Halldórs Laxness. Heimsókninni var ætlað að kveikja skapandi hugsun og hvetja nemendur til að lesa, skrifa, teikna, yrkja eða tjá sig á annan hátt. Nemendur fengu að sjá nokkra af þeim hversdagslegum hlutum á Gljúfrasteini sem ratað hafa í skáldskap höfundarins. Þannig var lögð áhersla á að skáldskapur geti kviknað af öllu mögulegu í hversdeginum. Við upphaf heimsóknarinnar fengu nemendur pappírsörk og blýantsstubb, líkt og skáldið notaði sjálft á gönguferðum sínum. Sumir voru duglegir að skrá hjá sér það sem þeim datt í hug á meðan á heimsókninni stóð. Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni og eins og sjá má var veðrið hið besta.

Prenta |