2. bekkur heimsækir Gufunesbæ

IMG 3039Krakkarnir í 2.bekk fóru í Gufunesbæ á námskeið um tré í dag.  Við lærðum að þekkja tegundir, rata um svæðið og finna tré, telja árhringi, mæla hæð trjáa og kynnast trjám sem nauðsynlegum hlekk í lífskeðjunni.  Við gengum til frá Gufunesbæ, mældum vegalengdina inni á Borgarvefsja.is og sáum að við náðum að minnsta kosti 3.3 km í göngu.  Fórum á „eigin vélarafli“ svona í tilefni þess að við erum bæði í Grænfánaskóla og Heilsueflandi skóla. Krakkarnir stóðu sig með prýði og var frábært að brjóta hefðbundna kennslu upp á þennan veg.  Takk fyrir krakkar.
Hér eru myndir úr ferðinni.

Prenta |