Íþróttahátíð unglingastigs 2018

íþr.maðurogkona2018          íþr.maðurogkona2018

Mikið fjör var á íþróttahátíð unglingastigs sem fram fór í íþróttamiðstöðinni Dalhúsum í dag, þriðjudaginn 20. mars. Þar kepptu bekkirnir innbyrðis í ýmsum greinum s.s. fótbolta, reiptogi, húlla, skák, sundi, upphýfingum, armbeygjum, brennibolta svo eitthvað sé nefnt. Nemendur skiptu sér niður á greinar og kepptu fyrir hönd bekkjarins og var það 10.BÞ sem hlaut flest stig að þessu sinni.

Þá voru tilnefnd íþróttakona og íþróttamaður ársins. Við þær tilnefningar er litið til þátta á við jákvæðni, dugnað, þátttöku í tímum og að vera hvetjandi leiðtogi. Íþróttakona ársins er að þessu sinni Alena Nesterova 10.SG og íþróttamaður ársins Bjarki Björnsson 10.SJ.

Þess má geta að sigurvegararnir úr 10.BÞ öttu í lokin kappi í fótbolta við valið lið starfsmanna Foldaskóla og sigruðu nemendur 1:0.

Hér eru myndir frá hátíðinni.

Prenta |