Íþróttahátíð og þemadagar í 8.-10. bekk

Disneymynd2018

Íþróttahátíð unglingastigs verður í íþróttamiðstöðinni Dalhúsum þriðjudaginn 20. mars. Nemendur í 8.-10. bekk mæta þangað
kl. 8:10 þar sem bekkirnir keppa innbyrðis í ýmsum greinum. Hátíðinni lýkur fyrir hádegismat en kennt er eftir hádegi
skv. stundatöflum nemenda. Krakkarnir þurfa að hafa með sér viðeigandi fatnað fyrir keppnina og hollt nesti.

Dagana 21. og 22. mars verða þemadagar hjá öllum nemendum Foldaskóla. Hefðbundin stundaskrá verður lögð til hliðar. Þemað að þessu sinni er Disney og er þar unnið út frá óskum nemenda. Nemendur unglingastigs mæta í skólann kl. 8:10 og stendur dagskrá þema yfir til kl.12:40. Um stöðvavinnu er að ræða og verður nemendum skipt í hópa innan árganganna. Valgreinar eftir hádegi falla niður á þemadögum.

Þemadagar_2018_stundatafla.docx

Prenta |