Stóra upplestrarkeppnin

IMG 0465Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Grafarvogskirkju 05. mars.  Keppendur voru frá skólunum í Grafarvogi og Kjalarnesi. Í undanúrslitum í Foldaskóla voru þrír nemendur valdir  Eydís Magnea Friðriksdóttir, Guðrún María Bjarnadóttir og Sölvi Kristbjörnsson.  Á lokahátíðinni voru það Eydís Magnea og Guðrún María sem lásu fyrir hönd skólans. Ylfa Ýr 7. HR spilaði á þverflautu á hátíðinni. Það voru nemendur í Rimaskóla, Kelduskóla og Vættaskóla sem lentu í verðlaunasætum að þessu sinni.
 Við erum ákaflega stolt af okkar nemendum sem stóðu sig einstaklega vel og voru til fyrirmyndar á allan hátt.

Prenta |