Tilraunaverkstæði í Gerðubergi

IMG 7022Þann 5. mars fóru nemendur í 5. bekk í heimsókn á Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins í Gerðubergi. Þar fengu þau að kynna sér forritun og taka þátt í uppfinningasmiðjum með Little Bits og Makey Makey. Þá fengu þau kynningu á því hvernig þrívíddarprentun fer fram og á svokölluðum vinylskera. Óhætt er að segja að þau hafi haft gagn og gaman af. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.

Prenta |