Árshátíð unglingastigs

Árshátíð unglingastigs verður haldin í skólanum fimmtudagskvöldið 22. febrúar. Húsið opnar kl. 19 en borðhald hefst kl. 19:15 og þá þurfa allir nemendur að vera komnir í hús. Að loknu borðhaldi hefst skemmtun og síðan dansleikur sem stendur til kl. 23:00. Verð fyrir árshátíð er 3500 krónur og hefur miðasala farið fram. 

Skólastarf hjá nemendum í 8.-10. bekk hefst kl. 9:50 föstudaginn 23. febrúar.

Prenta |