100 daga hátíð 1. bekkja.

20180212 112825
Mánudaginn 12.febrúar var haldið upp á að 1. bekkur var búnn að vera 100 daga í skólanum með 100 daga hátíð. Nemendur voru búnir að búa til kórónur, bindi og gleraugu. Yfir daginn var unnið með töluna 100 og tugi á marga vegu, t.d. skrifuðu nemendur nafnið sitt í 100 sekúndur, gerðu 100 fótspor og serjóshálsfestar, með 100 serjósum í. Um miðjan morgun fóru bekkirnir í skrúðgöngu um allan skólann syngjandi og trallandi og þar ríkti mikil gleði.  Eftir það fengu nemendur að velja sér 10 stk af 10 mismunandi nammitegundum í poka og horfa á mynd.  Hér eru myndir frá hátíðinni.

Prenta |