Rafhlöður og endurskin

IMG 6886Hjá 5. bekk, eins og hjá öðrum nemendum í Foldaskóla, hefur verið í gangi átak um notkun endurskinsmerkja. Það er afar mikilvægt að nemendur átti sig á mikilvægi þess að vera sýnilegur í umferðinni nú í skammdeginu. Til að fylgja þessu átaki eftir þá gerðu börnin súlurit sem sýnir skýrt hver staðan var. Það er gott að geta sagt frá því að nú þegar hafa þau bætt úr þessu og enn fleiri mættir með endurskinsmerki.
Þá hafa nemendur verið duglegir að koma með rafhlöður að heiman enda mikið verið rætt um mikilvægi þess að flokka rafhlöður frá almennu rusli.Þetta og miklu fleira er hluti af því starfi sem fram fer á vegum Umhverfis-og heilsuráðs Foldaskóla. HÉR eru myndir frá vinnunni.

Prenta |