6. EHJ fer á landnámssýningu.

IMG 4352Landnámssýningin í Reykjavík
Á sýningunni er fjallað um landnám í Reykjavík og byggt er á fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum.
Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu. Búið var í skálanum frá því um 930 til 1000. Norðan við skálann fannst veggjarbútur sem er ennþá eldri, eða frá því um eða fyrir 871 og eru það elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi.
Margmiðlunartækni er notuð til að útskýra byggingarlag húsa á víkingaöld. Einnig er hægt að skyggnast inn í skálann með hjálp tölvutækni og ímynda sér hvernig lífi heimilsfólksins var háttað.
Á sýningunni er reynt að gefa hugmynd um umhverfi Reykjavíkur eins og það var við landnám. Þá eru sýndir munir sem fundist hafa við fornleifauppgröft í miðbæ Reykjavíkur.
Þessi sýning tengist beint inn í bókina sem 6.bekkur er með sem er Sögueyjan 1 og fá nemendur dýpri og betri skilning á því hvernig fólk lifði á þessum tíma og hvernig baráttan var að koma sér til Íslands og lifa á landnámsöld. Allir skemmtu sér vel og voru nemendur áhugasamir um þessa frásögn enda var leiðsögnin um safnið til fyrirmyndar.  HÉR eru myndir úr ferðinni.
með kveðju Erla Hrönn

Prenta |